Tuesday, September 10, 2013

Súkkulaðitertan

Þessi elska var bökuð fyrir Dönsku dagana í Stykkishólmi fyrir nokkrum vikum og hún dugði bara einn danskan dag því hún kláraðist á ansi skömmum tíma. Sítrónusafinn gerir hana extra mjúka og Xanthan Gum er snilld sem kemur í staðinn fyrir glútein í bakstri svo hún er algjörlega glúteinfrí, sykurlaus og bara æði. 

 
Súkkulaðiterta sem slær alltaf í gegn
40 gr kókoshveiti
25 gr möndlumjöl
1/2 tsk Xanthan gum
30 gr kakó
3/4 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1/4 tsk lyftiduft
110 gr sukrin gold eða sukrin
3 egg
75 gr kókosolía
160 ml möndlumjólk ósæt
1 msk sítrónusafi
1/2 tsk vanilluduft eða dropar
10 dropar vanillustevía Via Health
 
Aðferð:
Hitið ofn í 180 gráður.
Blandið þurrefnum saman, þeytið annað hráefni saman með handþeytara eða í hrærivél.
Blandið þurrefnum varlega út í og hellið í eitt hringlaga form og bakið í 20 mín.
 
Súkkulaðikrem
120 gr smjör ( mjúkt )
40 gr sukrin melis
5 msk kakó
2 msk kókosmjólk eða rjómi
1 tsk vanilludropar
salt á hnífsoddi
10 dropar vanillustevia
1 eggjarauða sem gefur extra gljáa
Þeytið allt saman í mixer eða hrærivél og voða fínt að sprauta því á kökubotninn með
 Wilton 1M stút sem ég elska út af lífinu :)
Æðisleg kaka með rjóma eða ís.
 
Eins er hægt að skella þessari uppskrift í muffinsform og baka margar litlar súkkulaðisprengjur.
Hrikalega smart og kremið er svakalegt ;)

4 comments:

 1. Sæl, frábært blogg, en langaði að spyrja, er ekki sukrin gold gerivisykur ? og ef svo er er hann þá í raun ekki óhollur ?

  ReplyDelete
 2. Ég er svo svakalega léleg í svoan bakstri :/ en er að henda í þessa girnilegu köku :) hlakka til að smakka... smá aulaspurning, notaru blástur eða yfir og undir hita? :)

  ReplyDelete
 3. blástur já og undir og yfirhita, ég blasta alltaf bara öllu til :)

  ReplyDelete
 4. Og varðandi gervisykurinn þá er Erythritol að mínu mati það næstbesta á eftir Stevíunni sem er alveg náttúrulegt sætuefni. Það er alllllt skárra en sykurinn og blóðsykurinn helst mjög fínn þótt maður fái sér eina sneið , jafnvel 2

  ReplyDelete