Monday, October 21, 2013

Afmæli og bók !

Það er svo frábært að geta haldið stóra veislu með endalausu úrvali af réttum sem eiga það sameiginlegt að innihalda, ekkert hveiti, engan sykur, ger né glúten. Dóttir mín varð 20 ára um helgina og auðvitað buðum við aðeins upp á rétti sem hún gat fengið sér af og létu gestir bara nokkuð vel af kræsingunum. Um leið voru nokkrir réttir prufukeyrðir úr væntanlegri uppskriftabók sem ég mun gefa út fyrir jólin ásamt bókaforlaginu Sölku. Er ofsalega spennt fyrir þessu verkefni og verður bókin sérstaklega tileinkuð bakstri og eftirréttum svo enginn ætti að eiga í vandræðum með að slá upp einni svona veislu án sykurs með þessa bók við hönd. Til dæmis verður frönsk súkkulaðikaka, án súkkulaðis meðal uppskrifta ásamt brauðréttum, rúllutertu, ísréttum, sultum og hrökkkexi.

2 comments:

  1. Hlakka til að eignast bókina þína. Vá hvað þetta er gott sem þú hefur verið að gera hingað til, er að prófa eitt og annað. Takk fyrir mig
    Kveðja ÞBH

    ReplyDelete
  2. Æ takk, er einmitt að prófarkalesa núna og fara yfir síðustu leiðréttingar :)

    ReplyDelete