Friday, October 18, 2013

Bakstur 0 kolvetni 100% gleði

Nú fer að líða að blessuðu jólunum og ekki seinna vænna að huga að jólaskrauti og gjöfum eða hvað ? IKEA er búin að selja upp eitthvað af jólaskrauti nú þegar svo það er um að gera að föndra það bara sjálfur. Hér er einföld uppskrift sem þið getið gert með börnunum ykkar um helgina. Stórsniðugt og einfalt jólaföndur, pakkaskraut, litlar gjafir eða bara fallegt skraut fyrir heimilið.
Eitthvað verðum við að gera við allt ónotaða hveitið uppi í skáp ekki satt ;)
Jólasaltdeig
 
400 g salt
300 g hveiti
250 ml vatn
 
Aðferð:
 
Hitið ofn í 100°C
Blandið deiginu saman í hrærivél og hnoðið vel. Setjið hveiti á borðplötu eða silikonmottu, fletjið út deigið og strjúkið yfir með hveiti. Passið að nóg hveiti sé svo ekkert festist við borðið.
Nú má fara að leika sér að stimpla, þrykkja blúndum í deigið, skrifa, marka móta og nota ímyndunaraflið til hins ýtrasta. Stingið í lokin út gat í hvert skraut og bakið svo í ofni í 2-3 tíma, eða þar til stykkin eru vel þurr báðum megin, mæli með að snúa stykkjunum einu sinni yfir bökunartímann, það er mjög misjafnt eftir ofnum hvað þetta tekur í tíma, en það er líka hægt að láta skrautið þorna bara við stofuhita í nokkra daga. Gott er að pússa dálítið yfir kantana með sandpappír þegar þetta hefur allt kólnað og svo má þræða fallegan borða eða snúru í hvert stk, hengja á jólapakkann eða hvað sem er.
 

 

No comments:

Post a Comment