Monday, October 7, 2013

Bíó og blómkálspopp

Brr nú fer hann að kólna, spurning að leggjast í kakóuppskriftir á næstu dögum :/ Annars gengur meistarmánuðurinn vel og ég kreisti út tíma í sólarhringnum til að mæta á æfingar, allt er betra en ekkert. Fór í ansi lúmskan tíma í dag sem mun eflaust láta til sín segja í fyrramálið. Mataræðið er í góðum málum og fjölbreytnin nokkuð góð,kvöldmatur gærdagsins var hamborgari, egg og hnúðkálsfranskar, hvað annað, og þar sem planið var að kíkja í bíó þá skellti mín blómkálspoppi í ofninn. Poppinu skellt heitu í box og svo brunað af stað í Kringlubíó. Þegar á hólminn var komið lagði ég það ekki á húsbandið að fara inn með rjúkandi blómkál í veskinu mínu með tilheyrandi þef svo það fékk að kúra í bílnum þar til sýningu lauk. Svipurinn á mínum var óborganlegur þegar ég svo opnaði boxið á heimleið, enda sársvöng eftir 3 tíma mynd þar sem bíópopplyktin freistaði mín óneitanlega. Blómkálslyktin var hinsvegar langt í frá vinsæl hjá mínum heittelskaða en mér fannst það nú samt hrikalega gott !!
Blómkálspoppið ógurlega, og hnúðkálsfranskarnar, aðeins 2 netcarb í 100 gr af hnúðkáli,en passið ykkur samt á að missa ekki stjórnina, það er AUÐVELT.
Blómkálið er ótrúlega einfalt, 1 msk kókosolía, krydd af eigin vali,en það má nota hvaða krydd sem er, svo framarlega sem það er ekki stútfullt af aukaefnum. Dreift úr því á bökunarplötu og hitað á 160-180 gráðum í 20-30 mín. Gott að nota IKEA grind undir pappírinn til að hleypa hitanum í gegn og þurrka blómkálið fyrr.
Einfalt og gott hamborgarasalat, heimagert mæjó og tómatpúrra með dash af safa úr MT Olive Hamburger Dill Chips sem eru  svooo góðar sem meðlæti.
 
P.s. mæli með myndinni Prisoners, þótt hún sé löng þá er hún þess virði.


 

No comments:

Post a Comment