Saturday, October 12, 2013

Crépes... fyrir allan peninginn

Ég er enn að hugsa um pönnukökuna eða Crépuna sem ég bauð dóttur minni upp á í gærdag. Ég datt nefninlega óvart inn í eldhúsganginn í Fjarðarkaup og sá þessa flottu ísl hönnun, pönnukökupönnuna frá Málmsteypunni Hellu og stóðst ekki mátið.. eins og svo oft áður. Well, hugsaði svo bara.. Cafe Adesso, Crépur og kjúklingagrjón... allllla leiðina heim. Málinu reddað, enn í æfingagallanum græjaði ég pönnsur, grjón úr blómkáli og karrý og o my god hrikalega gott. Svindl 1 í meistara svona í ostageiranum úps, smá rjómaostur í þessari uppskr. ..... jæks. Tek 2 falda æfingu á morgun já takk.
Crépes með karrýgrjónum
fyrir 2 t.d. í hádegismat eða geggjað í brunch
 
2 egg
60 g rjómaostur
1 msk Husk
1 tsk Eðalkrydd frá Pottagöldrum
Mauka deigið með töfrasprota og steikja 2 góðar pönnsur á
"almennilegri pönnukökupönnu" t.d. frá málmsteypunni Hellu
 
Fylling:
3 msk beikonkurl
1-2 msk rjómaostur
lítill blómkálshaus/ kurlaður í grjón
svartur pipar
1 vorlaukur eða 2 msk blaðlaukur
1 tsk karrý
 
Rífið niður einn meðalstóran blómkálshaus í grjón. Best að nota matvinnsluvélina.
Hitið blómkálsgrjón í 2 mín í örbylgjuofni
Steikið beikonkurlið og lauk á pönnu og bætið grjónum svo út í
ásamt rjómaostinum, kryddið með karrý og pipar og svo má setja þessa
ljúffengu fyllingu í pönnukökurnar.
Gott með fersku salati og heimagerðu aioli


2 comments:

  1. Girnilegt en hvað er aioli ??

    ReplyDelete
  2. hvítlauksmæjónes, getur keypt í búð eða bætt bara hvítlauk 2-3 geirum í mæjónes 2 dl sirka, mjög gott

    ReplyDelete