Tuesday, October 1, 2013

Dagur 1

Æfingadagurinn í gær gekk nokkuð vel, og máltíðir voru nettar og léttar, engin sætuefni, enginn bakstur, ekkert gos og náði að taka 2 æfingar yfir daginn. Nokkuð gott.

Svo rann upp dagur 1 í mánuði meistaranna, statusar á fésbókinni fjalla langflestir um meistaramarkmið sem er bara skemmtilegt og gaman að lesa hversu duglegt fólk ætlar sér að vera á komandi vikum. Snillingar allir með tölu !! Margir ætla að hætta í gosi, aðrir æfa meira, sofa meira, safa meira, njóta samvista með fjölskyldunni allt frábær markmið og nú er bara að standa sig.

Matseðill og æfingaplan lítur svona út.
Æfingar:
kl 9.15 Byggjum og brennum HRESS
Matseðill:
Morgunmatur: Chia grautur um 2 kúfaðar matskeiðar af fræjum sem hafa legið í vatni yfir nótt,heimatilbúin möndlumjólk, kókosflögur, 1 msk bláber
Kaffi með kókosolíu 1 msk
Hádegismatur:
Kúrbítsnúðlusúpa með nautakjöti.
1 soðið egg,
30 gr nautakjöt( afgangur frá steikarkvöldinu mínu)
150 gr kúrbítsnúðlur,
1/2 tsk hvítlauksmauk,
1/2 l vatn,
2-3 msk skorinn blaðlaukur,
1/2 tsk sesamolía,
 1/2 tsk tamari glúteinfrí,
1 lífrænn kjúklingateningur,
svartur pipar,
möndluflögur ofan á. 
 
Steikið laukinn í olíu ofan í potti, bætið við kryddum og soði, strimlið kúrbít með strimlajárninu fína sem einhverjir kannast við og fæst í búsáhaldabúðum, saltið örlítið og leyfið að standa í skál, skolið saltið af eftir 10 mín og kreistið vatn varlega úr, setjið núðlurnar í pottinn með soðinu og bætið kjötinu út í.  Látið malla dálitla stund og svo er þetta borðað með bestu lyst, soðið egg sett út í og toppað með nokkrum möndluflögum. Drekka fullt af vatni með.
Kvöldmatur:
Beikonvafin kjúklingalæri og hrásalat.
Kjúklingalæri, beikon,rauðlaukur, hvítkál, mæjónes sítrónusafi, pipar,
hvítlaukskex útbúið í örbylgjuofni.

Hvítlaukskex:
50 gr blönduð fræ, sólblóma,hörfræ og sesam, 1 egg, 1/2 tsk hvítlauksduft, gróft salt. Mixað í litlu matvinnsluvélinni minni og smurt á smjörpappír, hitað í örbylgjuofninum í 3.15 mín.

Kvöldhressing: Tebolli og nokkrar hnúðkálsskífur, hráar.

 Hnúðkálsfranskarnar mínar, nýja uppáhalds:
Skerið hnúðkál í "frönskur" veltið þeim upp úr ólífu eða kókosolíu, kryddið með papriku, cumin, mexico chilli og smá salti. Bakið í ofni í um það bil 30 mín á 180 gráðum.
 

1 comment: