Wednesday, October 2, 2013

Dagur 2

Dagur 2 í meistara, og ég er ekki frá því að þetta sé bara nokkuð skemmtileg áskorun, fæ mikið út úr því að finna út aðferðir við að gera matinn girnilegan án þess að nota mjólkurvörur eins og osta og annað gúmmelaði. Mæli samt með því að haga matarinnkaupum og eldamennsku þannig að hægt sé að nýta afganga frá deginum áður t.d. í morgunmat, hádegissalatið og þessháttar, það einfaldar margt og kemur í veg fyrir megapirring yfir því að vita ekkert hvað eigi að elda og þar af leiðandi uppgjöf í eldamennsku fyrir fullt og allt :)

Hér er dagurinn minn:
 Morgunmatur:
Steikt hráskinka 4 sneiðar ásamt 2 steiktum eggjum, ferskum og flottum úr hænsakofanum, fæ alveg út úr því að taka það fram, monthaninn ég.
 
Æfing í hádegi:
Tabatatími í HRESS hvar annarsstaðar
 
Hádegismatur:
Túnfiskur, næstum heil dós, rest fór í köttinn. Blandaði þessu saman við afgang af hvítkálssalatinu sem síðan í gær og bætti við einu soðnu eggi og  dash af heimagerðu mæjónesi.
 
Millimál: 4 sneiðar spægipylsa og vatn.
 
Kvöldmatur:
 
Svínakótilettur í kryddhjúp og krydduð blómkálsgrjón
4 svínakótilettur
4 msk bráðið smjör
1 tsk laukduft
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk chilliduft
1/2 tsk oregano
2 tsk paprika
 
Hrærið vel saman bráðnu smjöri og kryddum.
Snyrtið og þerrið svínakjötið og penslið smjörblöndunni á aðra hliðina.
Hitið vel pönnu og steikið kótiletturnar á hliðinni með smjörinu, penslið hina hliðina og snúið eftir 2-3 mín. Steikið vel á báðum hliðum og ef kjötið er mjög þykkt má bregða þeim í eldfast mót og í ofn í nokkrar mín.
 
Krydduð grjón:
Blómkálshöfuð meðalstórt, rifið í grjón( ég nota matvinnsluvél)
100 ml vatn
1 lítill gulur laukur
2 hvítklauksrif
2 msk smjör
1/2 tsk salt
1/2 tsk pipar
1 tsk turmeric
1 lófi steinselja, best fersk
1 dl niðurskornar valhnetur eða pecan
 
Setjið allt krydd, vatn og smjör í pott ásamt laukum og látið malla í nokkrar mín. Bætið grjónum út í og leyfið litnum að dreifast um grjónin. Mallið þar til nánast allur vökvi hefur gufað upp. Þá er steinseljunni og valhnetum bætt út í.Smakkið til, má salta og pipra hér ef þörf krefur.
 
Geggjað með svínakjötinu, og nýtið svo kryddsmjörið af kjötinu sem sósu.
Hér má líka hafa hrásalat með á disknum eða grænt gott blaðsalat.
 
 
 
 

No comments:

Post a Comment