Thursday, October 3, 2013

Dagur 3

Ég veit ekki hvað ég mun halda út lengi við að telja upp allar máltíðirnar mínar en er á meðan er :)
Dagurinn hófst á kaffibolla, og MCT olíu sem ég fæ mér oft fyrir æfingar, MCT er "besti hlutinn myndi ég segja af kókosolíunni" Ég fæ mér líka suma daga 3 hylki af MCT olíu í hylkjum frá NOW og þau svínvirka líka sem orkugjafi, allt eftir hentisemi minni og kaffiþörf ;)

Á vef Fitnessport kemur fram eftirfarandi:
"MCT olía inniheldur enga transfitu og er unnin úr áhreinsaðri kókosolíu.
MCT olían gefur snögga orku líkt og kolvetni en hækkar ekki insúlínið eins og kolvetni gerir og er því kjörin fyrir þá sem eru á "Low carb" mataræði og þurfa að ná daglegri hitaeiningaþörf aðeins með fitu og próteinum."


Hér er dagurinn minn:
Morguninn hófst með kaffi + MCT olíu 1 msk

Æfing: Warm fit tími í HRESS
 
Morgunmatur:

Kakóchia búðingur með kókosrjóma og bláberjum
2 dl möndlumjólk ósæt
2 tsk kakó
1 tsk kanill
1 tsk vanilludropar
3 msk chia seeds


Toppað með:
1 dl kókosrjómi
2 msk kúfaðar bláber


Blandið möndlumjólk, kakó, kanil, vanilludropum og chia saman, skiptið í 2 skálar og látið standa í nokkra tíma, jafnvel yfir nótt.

Pískið saman 1 dl af kókosrjóma, geggjaður frá ISOLA en má nota Dr Georg kókosmjólkina líka, nota þá bæði þykka partinn og kókosmjólkina.
Hellið þessu yfir grautinn og svo 1 msk af bláberjum ofan á hvora skál.


 
Hádegismatur:
Kjúklingalæri með beikoni og kryddgrjón, allt vel nýttir afgangar.
 

Millimál:
3 hrökkbrauðssneiðar, kókos og sólblómakex með smjöri og spægipylsu, líka gott með KEA kæfu
 
Sólblóma og kókoskex, ca 9 " stærð af kexi
60 gr sólblómafræ
30 gr kókosflögur
50 ml vatn
1/4 tsk Xanthan Gum
1/2 tsk kúmen
dash gróft salt
 
Mixið allt saman í matvinnsluvél og dreifið á smjörpappír.
Bakið á 150 gráðum í ofni 20 mín ca, má líka hita í örbylgjuofni í 3.15 mín. Kælið og snæðið.
 

Kjötbollur með kúrbítspasta og kókostómatsósu f. 4.
500 gr nauta og svínahakk blandað
3 msk Chia white seed meal frá NOW
1 egg
1 msk pizzukrydd Himnesk hollusta
2 msk Franks hot sauce (má sleppa en gefur extra kikk)
1 msk paprikuduft
salt og pipar
 
Sósa:
3 tsk tómatpúrra Rapunzel
200 ml kókosrjómi ISOLA
2 tómatar niðurskornir
steinselja, fersk er best, annars þurrkuð
salt og pipar
 
Blandið hakkinu saman í skál með kryddum og chia mjöli, gott að nota hanska við verkið og búa svo til bollur á stærð við borðtennisbolta. Steikið bollurnar upp úr smjöri og þegar þær hafa brúnast er ágætt að veiða þær upp og setja í eldfast fat og í ofn í 10-15 mín
Hitið soðið í pönnunni ásamt tómatpúrru og tómötum og hellið svo kókosrjómanum yfir. Látið sósuna malla vel og bætið að lokum kjötbollunum út í.
 
Kúrbítspasta:
Flysjið 1 kúrbít, notið spaghettijárn til að flysja kúrbítinn niður í strimla.
Látið strimlana sitja í skál með dálitlu salti í nokkrar mín, hellið því næst sjóðandi heitu vatni yfir og skolið. Flott að setja "spaghetti-ið" á fat og hella kjötbollunumm og sósunni yfir, skreyta með steinselju. Mmm gott. Borið fram með spínati, ólífuolíu, dash sítrónu og 1 tsk sesamfræjum, spínat og sesamfræ eru æðisleg blanda.

1 comment:

  1. Sæl, takk fyrir frábærar uppskriftir, ég þorði ekki að prófa þetta mataræði fyrr en ég fór að lesa bloggið þitt, einfaldar og góðar uppskriftir og allt eitthvað svo girnó:)
    Kveðja Margrét

    ReplyDelete