Saturday, October 5, 2013

Dagur 4 og 5

Jæja enn stendur maður sig nokkuð vel, viðurkenni þó að ég smakkaði aðeins á íspinnum sem ég bjó til í gær fyrir bloggið mitt og í þeim var sætuefni ó mæ dog. En ekki mátti þetta fara fokvont í frysti eða hvað ;) Samt er allt í gangi, ekkert gos, mjólkurvara, ostur enn úti og ég dugleg að mæta í ræktina.Hér er uppskriftin af íspinnunum góðu fyrir þá sem elska jarðaber t.d. þá er þetta alveg málið.
Íspinnar fyrir alla, konur, börn og kalla
 
100 gr jarðaber ég notaði fersk, en má nota frosin
200 gr grísk jógúrt
140 ml kókosrjómi ISOLA eða nota Dr Georg kókosmjólk
20 dropar vanillustevía Via Health
1 -2 msk Sukrin Melis, gott að smakka til
 
Blandið öllu vel saman í mixer og hellið svo blöndunni í ísklakaform. Líka hægt að nota silikon
form fyrir kökupinna, fæst í Allt í köku.Stingið hálfu sogröri í hvert hólf og frystið, kemur fallega út.

 
Dagur 5
Bulletproof kaffi
50 gr ósaltað smjör (þetta í græna bréfinu)
1 msk MCT olía eða kókosolía
stór bolli af sjóðandi heitu kaffi
dash kanill
Setjið allt í blender nema kanil, setjið á fullt í nokkrar sek og hellið svo í bolla, dash af kanil yfir og orkuskot dagsins er tilbúið, minnir á heitan góðan latta á fínasta kaffihúsi.
 
 Hádegismatur:
Salat, ruccola, roastbeef, macadamiuhnetur, avocado og heimagert mæjónes.
 
Hreyfing dagsins:
Tabata æfing og brennsla
 
Kvöldmatur, pizza án mjólkur!! og OSTS
 
140 gr möndlumjöl ljóst, best
30 gr prótein NOW
4 msk HUSK powder
1/2 tsk salt
2 msk parmesanostur(má sleppa ef maður er í ostapásu)
1 msk ítalskt krydd ég nota Pizzukrydd frá Himneskri hollustu
2 tsk lyftiduft
2 egg
250 ml sjóðandi heitt vatn
smjör til að smyrja deigið

Pískið saman eitt egg með pizzakryddi og hellið yfir í stað osts.
 
Hitið ofn í 170 gráður. Blandið þurrefnum vel saman, setjið svo eggin út í og mixið vel.Endið á sjóðandi heitu vatni og hrærið strax vel. Dreifið deiginu á smjörpappír og bakið í 25 mín, takið botninn út skellið 1 msk af smjöri á botninn og penslið yfir, bakið svo aftur í 3-5 mín.
Setjið svo áleggið á pizzuna, að eigin vali, ég notaði pískað egg núna í stað osts, gott fyrir þá sem eru t.d. með mjólkuróþol. Ég notaði chorizo og beikon á mína pizzu, sveppi og heimagerða pizzusósu. Rucola yfir og ólífuolíu.
 Kvöldsnarl
Nokkur höritos og salsasósa
 
 

No comments:

Post a Comment