Wednesday, October 16, 2013

Erfiða týpan

Nú er ég á leið í saumó í kvöld, og ætla að vera erfiða týpan og koma með nesti !! Mig langar svo í heitan brauðrétt og þar sem ég efast um að gestgafinn ætli að baka spes fyrir mig þá spurði ég hreinlega hvort ég mætti ekki bara mæta með smá viðbót á veisluborðið. Hún hélt það nú þessi elska og sagðist hlakka til að prófa :) Þetta verður æðislegt kvöld og ég mæti með þennan camenbert brauðrétt stelpur !

Oopsies uppskrift í botninn:
3 egg aðskilin
90 g rjómaostur, sýrður rjómi eða kotasæla.
1/4 tsk Sukrin má sleppa
1/8 tsk vínsteinslyftiduft (cream of tartar)
1 msk Husk trefjar þessar í pokunum
nokkur saltkorn
 
Aðferð:
Hitið ofn í 150°C 
Þeytið eggjahvítur stífar með vínsteinslyftiduftinu.
Hrærið svo rjómaostinn þar til hann er mjúkur, bætið við rauðunum sukrin og salti í 2 mín.
Blandið 1/3 af hvítunum saman og hrærið áfram, Bætið þá við restinni af hvítunum og hrærið varlega svo loftið fari ekki úr þeim.
Setjið deigið á smurða plötu og bakið í 15 mín í næstefstu rim. Bakið með blæstri.
 
Fylling:
2-3 msk græn paprika
2-3 msk rauð paprika
1 Camenbert ostur
1 bréf skinka
2 dl rjómi
1/2 lífrænn kjúklingateningur
 
Skerið niður einn camenbert ost, og setjið í pott, hrærið út í 2 dl af rjóma og leysið upp,
setjið 1/2 tening af kjúklingakrafti út í. Skerið skinkuna í litla bita og bætið út í pottinn. 
Rífið oopsies niður í eldfast smurt mót og hellið ostahrærunni yfir,
dreifið niðurskorinni papriku yfir og örlitlu af rifnum osti og bakið í 15 mín í 200 °C ofni eða þar til osturinn hefur brúnast. Þessi réttur þarf ekki mjög langan tíma í ofni.

7 comments:

 1. er einhver mikill munur á vínsteins og venjulegu lyftidufti? er ekki hægt að nota venjulegt í staðinn?

  ReplyDelete
 2. það er eitthvða í vínsteinslyftidufti ( cream of tartar er sama) ég er ekki viss um að venjulegt dugi

  ReplyDelete
 3. fæst það í öllum venjulegum búðum eða bara einhverjum sérstökum?

  ReplyDelete
 4. mjög mörgum búðum, þetta er í glerkrukku,

  ReplyDelete
 5. Sæl - Í landi LCHF -Svíþjóð þá er bara notað venjulegt lyftiduft - Ég gerði oopsies um daginn án fiberhusk og lyftidufts. Það virkaði líka vel. Takk fyrir flotta og frumlega síðu. Kostdoktorn er einn helsti talsmaður LCHF í Svíþjóð það er til dæmis nýkomið upp mál varðandi möndlumjöl sem inniheldur fleiri kolvetni en gefið er upp. http://www.kostdoktorn.se/lchf#oopsie

  ReplyDelete
 6. mmm er þetta ekki eitthvað sem að ég má og get borðað alein sem hádegismat þess vegna :D

  ReplyDelete