Thursday, October 3, 2013

Gott að eiga


Ég er spurð ansi oft um vörurnar sem ég nota í uppskriftunum mínum, bæði á námskeiðunum hjá Salteldhús og hér á blogginu og vil minna á þessa undirsíðu sem ég hef reynt að uppfæra eftir bestu getu, en sífellt fleiri vörutegundir eru að bætast við fyrir okkur Lág kolvetna snillingana og úr mörgu að velja. Það getur verið flókið að átta sig á sumum uppskriftum þegar talað er ýmist um Sukrin eða Erythritol, Xanthan Gum, Husk duft, chia mjöl eða chia fræ í hinum og þessum réttum, fínmalað möndlumjöl en þó ekki of fínt, kókoshveiti sem lyftir sér og annað sem virkar síður í bakstur, en þetta þarf ekki að vera svo flókið. Ég vel fyrir mig þá vöru sem hentar að mínu mati í uppskriftirnar mínar en að sjálfsögðu má skipta því út fyrir samsvarandi vöru. Gott er þó að lesa vel innihaldslýsingar á því sem á að kaupa því úrvalið er mikið og stevía er ekki alltaf sama og stevía, passið t.d. að það sé 100% Stevía í innihaldslýsingunni en ekki 20% stevíuduft í krukku og rest eitthvað fylliefni. Ég hef tekið saman þær vörutegundir sem mér finnst koma vel út og ég treysti og ef það hjálpar ykkur í vörufrumskóginum þá er það vel. Góðar stundir kveðja Krista :)
http://mariakristahreidarsdottir.blogspot.com/p/gott-eiga-lkl-keto.html

No comments:

Post a Comment