Saturday, October 19, 2013

Kakósmjör og macadamiur

Þetta konfekt kom skemmtilega á óvart en ég er búin að vera leika mér með kakósmjör undanfarið.
Það stendur lengur við stofuhita en svo er líka allt í lagi að geyma það í ískápnum, líklega aftarlega svo það sé ekki eins auðvelt að lauma sér í of marga bita í einu :)

 
Kakósmjörskonfekt með möndlum og macadamiuhnetum:
 
70 kakósmjör
60 g kókosolía bragðlaus
40 g Sukrin Melis
30 g macadamiur saltaðar
30 g möndlur
10 dropar stevía án bragðs
1 tsk vanilludropar
30 g kakó
nokkur gróf saltkorn
 
AÐFERÐ:
Brytjið hneturnar gróflega niður.
Rífið niður kakósmjörið með rifjárni. Hitið því næst kókosolíuna og kakósmjörið yfir vatnsbaði.
Sigtið Sukrin Melis og kakóið út í smjörblönduna, bætið stevíu saman við og hrærið. Deilið hnetunum í silikonform eða lítil bréfform og hellið því næst súkkulaðinu yfir í hvert og eitt hólf.
Frystið í 30 mín.
 
 

No comments:

Post a Comment