Tuesday, October 29, 2013

Köben

Jæja, þá er fjölskyldan mætt aftur á klakann eftir viðburðaríkt ferðalag til kóngsins Köbenhavn. Fórum í óvissuferð með synina sem grunlausir héldu að vetrarfríinu þeirra yrði eytt í bústaðnum í Stykkishólmi. En nei aldeilis ekki, við vorum búin að halda andlitinu í nokkrar vikur og blekkja vesalings börnin upp úr skónum. Ferðin byrjaði reyndar ekki vel, yngri sonurinn tók upp á að fá ælupest um nóttina og það var ansi mygluð fjölskylda sem dróst út í bíl um 4.30 að nóttu. Platsagan hélt þó áfram og drengirnir trúðu því að göngin væru lokuð svo við þyrftum að fara snemma af stað vestur ;)
Það voru blendnar tilfinningar sem fóru um þá í bílnum þegar þeir áttuðu sig á að ferðinni var víst haldið upp á flugvöll, skiljanlega erfitt að vera spenntur þegar menn eru sárlasnir en þetta endaði nú allt stórvel. Skemmtum okkur konunglega í dýragarðinum, Tívoli, Sædýrasafninu, Kristjaníu og meira að segja náðum einni bíóferð. Upp úr stóð þó að við hittum frændur sem við höfðum allt of lítið séð undanfarið. Ferðin endaði síðan á veðurhvelli sem enginn átti von á, tré fuku, rúður sprungu og lestir hættu að ganga en við komumst nú samt heim að lokum eftir nokkurra klt bið og ævintýraferð í leigubíl. Hér eru nokkrar instagram myndir frá ferðinni. :)
No comments:

Post a Comment