Tuesday, October 22, 2013

Marmaradraumur úr baunum

Nostalgía !! Ég bakaði baunakökur fyrir afmæli prinsessunnar minnar um helgina, köllum þær núna "Prinsessurnar á bauninni" og þær slógu í gegn eins og áður. Mér fannst bragðið minna mig svo á jólaköku (enda setti ég nokkra sítrónudropa í deigið) og þá datt mér í hug að gera marmaraköku úr sama hráefni, já bara núna í kvöld sem ég gerði af því ef mér dettur eitthvað í hug þá er það framkvæmt, STRAX! Hér er þessi líka fína marmaraka full af trefjum- og prótíni og einnig ríkar af fólinsýru, A, C og K vítmínum, járni, magnesíum, kalíum og andoxunarefnum. Hvorki meira né minna takk.
Marmarakaka
 
Ljósi hlutinn:
300 gr hvítar baunir úr dós (þegar búið er að sigta vökvann frá)
4 egg
150 g ósaltað smjör
15 dropar stevía, vanillu
100 g Sukrin
1/4 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
40 g kókoshveiti
 
Dökki hlutinn:
10 g kakó
1/8 tsk matarsódi
1/2 tsk negull
1/2 tsk kanill
2 msk heitt vatn
1/4 tsk möndludropar
 
Hitið ofn í 180 gráður.
Hellið vökva af baununum og setjið í blender ásamt eggjum, vanillu og salti.
Hrærið í hrærivél smjörið og sætuefnin þar til það er létt og ljóst.
Blandið baunamaukinu saman við og hrærið áfram. Setjið því næst sléttfullar msk af kókoshveiti út í deigið ásamt öðrum þurrefnum. Ath ekki setja kakó út í þetta deig.
hrærið aðeins áfram. Látið standa í 5-10 mínútur.
Takið nú 1/3 hluta af deiginu og blandið honum saman við innihaldið í dökka hlutanum.
Setjið nú helming af ljósa deiginu í aflangt form. Því næst hellið þið dökka hlutanum yfir, síðan afgangnum af ljósa hlutanum. Gerið "s" laga hreyfingu með grillpinna í deigið.
Bakið í 180°C í 30-40 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn upp úr deiginu.
No comments:

Post a Comment