Thursday, October 10, 2013

Meistari 10 var indversk í fyrra lífi

Er eitthvað óttalega upptekin alla daga núna, mikil vinna og stúss í kringum mig svo það fer kannski ekki mikið fyrir nákvæmum útlistunum á matseðlinum mínum dagsdaglega. Ég held mig þó við markmiðin, forðast mjólkurvörur, sýróp og sætuefni, allt gos er búið að vera úti og ég stend við það að hreyfa mig minnst 6 x í viku og fer stundum extra í jóga ef ég er ofsalega dugleg. Ég náði þó að elda almennilegan kvöldmat í kvöld og hann var undir áhrifum indverskrar matargerðar. Mjólkurlaus með öllu og enginn ostur, so far so good.
Ég gerði kjúkling í Korma sósu sem ég hermdi eftir að mestu eftir uppskrift af bloggsíðunni hennar Drafnar http://eldhussogur.com/2013/09/28/tofrar-indverskrar-matargerdarlistar-hja-salti-eldhusi/ en hún birti þar svo girnilegan kjúklingarétt sem hún gerði á námskeiði hjá Salt eldhúsi, mínu uppáhalds eldhúsi ;) Ég breytti aðeins því sem ekki hentaði LKL lega séð, setti kókosrjóma ISOLA í staðinn fyrir ab mjólkina og sleppti kasjúduftinu, og svo gerði ég hnúðkálsbollur með allskonar indversku kryddi og chilli sem meðlæti. Þetta var þrusugott bara:)
 Hnúðkálsboltar með indverskum brag
1 tsk cumin
1 tsk turmerik
1 tsk coriander
1 msk kókoshveiti
2 msk chia mjöl
1 grænn chili
1 rifið hnúðkál um 250 gr
1 egg
1 tsk gróft salt
 
Aðferð:
Rifnu hnúðkáli og kryddum blandað saman, chia mjöli bætt út í og eggi og öllu gumsað saman með sleif.Hnoðaði svo litla bolta úr þessu og steikti á pönnu upp úr smjörklípu. Lét þá svo fulleldast í eldföstu móti meðan ég græjaði kjúklinginn.
 
Svo kláraði ég aðeins úr ískápnum og úr því komu þessir klattar sem áttu að koma í staðinn fyrir naan brauð, það mun nú seint gerast að hægt sé að ná sama bragði enda er orginal naanbrauð yfirleitt gerbrauð með fullt af hveiti en þessir voru góðir samt sem áður.
 
Kúrbítsklattar með sesammjöli
200 gr rifinn kúrbítur kreista létt úr vökvann
40 g Husk
2 msk chia mjöl
100 gr kotasæla
60 gr sesammjöl
150 ml vatn, má vera heitt
1 msk lyftiduft
1/2 tsk hvítlauksduft
1 tsk gróft salt
2 egg
 
Öllu blandað saman í hrærivél og þegar búið var að hnoða þetta létt saman þá skipti ég deiginu í nokkrar svona kökur, bakaði á IKEA grindunum mínum til að þurrka fyrr upp deigið og þetta bakaðist á sirka 30 mín á 170-180 ° Má pensla með smjöri þegar bökunartíminn er að klárast.
Voða gott bragð sem kemur við það. 
 
Já og svona í lokin þá gerði ég eina tilraun við kakósmjörsnammi en mig hefur lengi langað að prófa kakósmjörið frá henni Sollu sætu.
 
Piparmyntufylltir konfektmolar.
 
70 g kakósmjör
50 g kókosolía bragðlaus
40 g kakó
30 g Sukrin Melis
15 dropar piparmyntustevía Via Health
 
Fylling:
(fyrir þá sem því nenna að föndra það)
20 g Sukrin Melis
15 dropar piparmyntustevía Via Health
1 tsk eggjahvítur
 
Aðferð:
Rífið kakósmjörið niður með rifjárni og vigtið 70 gr í glerskál, setjið skálina ofan í pott með vatni og hitið á mjög lágum hita s.s. bræðið kakósmjörið í vatnsbaði og fylgist með því það bráðnar hratt.
Bætið sætuefnum og bragðefnum út í og að lokum má sigta kakóið út í og hræra stöðugt.
Hellið þessu í mót, botnfylli ef þið viljið setja fyllingu með. Frysti í nokkrar mín og búið til fyllinguna á meðan. Hrærið piparmyntustevíunni og melis saman og verður þetta að þykku kremi, þynnið meira með eggjahvítu ef þess er þörf.
Hellið svo smá dropa í hvert súkkulaðihólf og frystið aftur, endið svo á að hella afganginum af súkkulaðinu yfir piparmyntuna og kælið. Þetta súkkulaði stendur betur heldur en súkkulaði sem er eingöngu úr kókosolíu. Þarf ekki að setja eins fljótt inn í ískáp  ;)
úps þá klárast það kannski bara fyrr hehe
 
 
 
 
 

No comments:

Post a Comment