"Subway" kökur !
(20 stk)
110 gr ósaltað smjör
65 gr Sukrin
40 dropar Stevía Via Health original
2 egg
1 tsk vanilludropar
40 gr möndlumjöl
2 msk kókoshveiti
1/4 tsk Xanthan Gum
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk gróft sjávarsalt
1/2 tsk gróft sjávarsalt
50 g dökkt stevíu súkkulaði eða 85 % súkkulaði
50 g hnetur t.d. macadamiu, valhnetur, pekan eða heslihnetur
Aðferð:
Þeytið smjörið,stevíudropana og sukrin saman. Bætið út í vanilludropum og eggjum og þeytið áfram. Bætið því næst þurrefnum saman við og því að lokum grófsöxuðu súkkulaði og hnetum. Setjið kökurnar á bökunarplötu með tveimur teskeiðum og bakið á 170° í 8-10 mín. Þær verða stökkar og fínar þegar þær ná að kólna. Ekki baka of lengi.
Er hægt að nota eitthvað í staðinn fyrir Xanthan Gum eða er í lagi að sleppa því ?
ReplyDeleteÁ að nota 40 dropa af stevíunni?
ReplyDeletejá það eru 40 dropar, kv Krista
ReplyDeleteTakk <3
ReplyDeleteNb* Elska síðuna þína, ég og kallinn erum búin að breyta um lífstíl léttilega vegna hennar. Við eldum og bökum nánast allt eftir þessari síðu, takk fyrir okkur kv. Hildur