Monday, October 14, 2013

"Subway" smákökur !!!

Eitthvað fannst syni mínum eldri mikið hollustubragð koma af súkkulaðibitakökunum sem ég setti hér inn í gær svo ég ákvað að láta það eftir honum að fá pínu meira af súkkulaði í kökurnar sínar og útbjó aðra týpu sem féllu betur í kramið, honum varð á orði.. þessar eru svona venjulegar, ekki LKL heldur svona Subway kökur  !! hrós? veit ekki, en ég held það hehe. Hér eru þessar elskur, sykurlausar þó og ég notaði sykurlaust stevíusúkkulaði í þær svo þær eru nokkuð kolvetnaléttar :)

"Subway" kökur !
(20 stk)
110 gr ósaltað smjör
65 gr Sukrin
40 dropar Stevía Via Health original
2 egg
1 tsk vanilludropar
40 gr möndlumjöl
2 msk kókoshveiti
1/4 tsk Xanthan Gum
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk gróft sjávarsalt
50 g dökkt stevíu súkkulaði eða 85 % súkkulaði
50 g hnetur t.d. macadamiu, valhnetur, pekan eða heslihnetur
 
Aðferð:
Þeytið smjörið,stevíudropana og sukrin saman. Bætið út í vanilludropum og eggjum og þeytið áfram. Bætið því næst þurrefnum saman við og því að lokum grófsöxuðu súkkulaði og hnetum. Setjið kökurnar á bökunarplötu með tveimur teskeiðum og bakið á 170° í 8-10 mín. Þær verða stökkar og fínar þegar þær ná að kólna. Ekki baka of lengi.
 
 
 

4 comments:

 1. Er hægt að nota eitthvað í staðinn fyrir Xanthan Gum eða er í lagi að sleppa því ?

  ReplyDelete
 2. Á að nota 40 dropa af stevíunni?

  ReplyDelete
 3. já það eru 40 dropar, kv Krista

  ReplyDelete
 4. Takk <3
  Nb* Elska síðuna þína, ég og kallinn erum búin að breyta um lífstíl léttilega vegna hennar. Við eldum og bökum nánast allt eftir þessari síðu, takk fyrir okkur kv. Hildur

  ReplyDelete