Wednesday, November 13, 2013

Beyglubakstur í bandbrjáluðu veðri

Mikið er nú notalegt að sitja inni í þessu rokr...i með kveikt á jólarásinni, hrærivélina í gangi og hlýja sér á heitum blæstrinum úr bakarofninum. Það lá eitthvað í loftinu í dag, bakaði pönnubrauð, piparkökur og beyglur, bara svona í tilefni þess að það er miðvikudagur :) Alltaf stuð.

Vildi prófa að gera brauð sem mætti "rista" samkvæmt ósk frá vini mínum sem býr á Spáni. Hann er ansi duglegur í eldhúsinu um þessar mundir og finnur ekki allt það hráefni sem til þarf í LKL bakstur í verslunum þar í landi og varð því uppskriftin að vera einföld og úr mjöli sem hann gat malað sjálfur.
Þetta var hið fínasta brauð og eflaust gott sem pizzubotn líka.
 Pönnubrauð:
2 egg
140 g möndlumjöl
40 g Golden Flax seed meal ( NOW)
1/2 tsk sjávarsalt
1/2 dl vatn, meira ef deigið verður mjög þykkt
110 g grísk jógúrt/sýrður rjómi
1 msk kúmen eða birkifræ
1/2 tsk matarsódi
 
Hrærið öllu vel saman í vél, smyrjið deiginu svo á bökunarplötu með bökunarpappír eins og pizzudeigi og bakið í 20 mínútur við 160°C.
Skerið brauðið svo í ferninga og borðið með áleggi að eigin vali :)
 
Ostabeyglur
4 egg
4 tsk MCT olía eða kókosolía
2 msk eplaedik
50 g parmesanostur(duft td.)
35 g möndlumjöl
3 msk Husk
1 tsk lyftiduft
nokkur saltkorn
Má sæta með 4 dropum stevíu Via Health eða 1 minibréfi, Stevíuduft Via Health
 
Hrærið allt saman í vél, leyfið deiginu að standa aðeins, hellið því svo í beygluform
(Allt í köku t.d.)
Bakið við 170°C í 15 mínútur. Takið svo beyglurnar úr forminu, setjið á bökunarpappír, dreyfið rifnum cheddar osti yfir og bakið í 5 mín í viðbót með grilli.
Þessar eru ekta morgunbeyglur, cheddarosturinn gerir þær matarmiklar og bragðgóðar. Má líka sleppa ostinum og jafnvel sæta með kanilstevíudropum Via Health sem eru rosalega góðir.


 
 

 

No comments:

Post a Comment