Saturday, November 16, 2013

Bókakynning og Súkkulaðibrauð

Jæja fyrsta kynning vegna bókar minnar afstaðin en það var fyrir starfsfólk Eymundsson og er frábært að vinna með svona skemmtilegum hópi af höfundum og fólki hjá Sölku forlagi. Það var ofsalega gaman hjá okkur og ég trúi því að þetta verði ansi fjörug bókajól þar sem úrvalið er gífurlegt.

Bókarkrílið mitt kemur út í næstu viku og er spenningurinn að fara með mig.

 
 
 Ég hef oftar en einu sinni dásamað kúrbít og geri það hér enn og aftur. Ég átti afgang af kúrbít eftir brauðbollubakstur fyrir kynninguna hjá Eymundsson og ég hendi ekki mat svo ég kveikti á ofninum og fór að leika mér ;) Mjög gott brauð og langbest daginn eftir þegar það er vel kalt og bragðið búið að taka sig aðeins.
 
Súkkulaðibrauð
 
6 msk kókosolía, Himnesk hollusta
150 g sukrin
10 dropar stevía kanill, Via Health
250 g rifinn kúrbítur
3 egg
2 eggjahvítur
3 msk kakó
40 g kókoshveiti, Funksjonell
140 g möndlumjöl ljóst
50 g sesammjöl, Funksjonell
30 g chia mjöl, NOW
1 msk vanilla
1 tsk gróft salt
1 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
 
Hrærið öllu vel saman og bakið t.d. í silikonformi í 45 mín á 170°C
Best að borða þetta brauð þegar það er alveg orðið kalt.

1 comment:

 1. Sæl Krista og til hamingju með bókina. Hún er efst á óskalistanum þessi jólin eftir að hafa prentað út nánast allat uppskriftirnar hérna á blogginu og prófað :) Ef ég fæ hana ekki í jólagjöf þá verður hún keypt!
  Langaði bara að hrósa þér fyrir þitt framlag, þú hjálpar mér svo sannarlega að halda mér á réttri kolvetnalítili braut með frábærum uppskriftum :)
  Takk fyrir mig og gangi þér vel.
  x
  Heba Agneta

  ReplyDelete