Monday, November 25, 2013

Bókamessa og kryddbrauð

Bókamessa í ráðhúsinu um helgina. Kryddbrauðin mín ruku út eins og heitar lummur enda hrollkalt úti og fólk sársvangt :) 
Bleiku baunamúffurnar og orkubitarnir voru ekki síður vinsælir bæði hjá litla og stóra fólkinu. Gaman að því hvað fólk var hissa yfir sykurleysinu og að það væri ekkert hveiti í neinu af þessu gúmmelaði ;)
 
 
Læt fylgja hér uppskrift af kryddbrauðinu sem ég var með á boðstólum, það svíkur engan.
Bæði hægt að baka sem heilt brauð og einnig sem litlar kryddmúffur sem eru hentugar í nestistöskuna.

 
Kryddbrauð:
INNIHALD
120 g hörfræmjöl
100 g möndlumjöl
70 g Sukrin Gold
2 tsk kanell
1 tsk engifer
1 tsk negull
1 tsk kakó
½ tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilludropar
2 egg
4 tsk kókosolía, brædd
150 ml möndlumjólk
½ tsk sjávarsalt

AÐFERÐ
Hrærið allt saman í hrærivél eða notið sleif.
Hellið deigsoppunni í eitt meðalstórt form og bakið við 180°C í 20 mínútur.
Ágætt er að stinga prjóni í brauðið öðru hverju og ef hann kemur hreinn út þá er brauðið klárt. Ofnar geta verið misöflugir og því er gott að fylgjast vel með gangi mála.
Þessu deigi má líka deila í múffuform eða sílíkonform og gera úr því kryddmúffur sem hægt er að frysta.
Gott ráð til að spara tíma er að blanda þurrefnunum í nokkra poka, fyrir utan hörfræmjölið sem geymist betur í ísskáp, og eiga tilbúið. Bæta því svo við ásamt blautefnum þegar á að baka.
Kryddbrauðið er hentugt sem millimál og frábært í nestistöskuna. Mjög gott er að smyrja sneiðarnar með smjöri og osti. Ég tel að börn fúlsi ekki við þessu kryddaða góðgæti. 

 
 

No comments:

Post a Comment