Tuesday, November 12, 2013

Þegar piparkökur bakast...

Nú eru til ótal uppskriftir af piparkökum og eiga þær sameiginlegt flestar að innihalda sýróp. Það hugnast mér ekki enda sýróp auðvitað bara sykur. Ég prófaði að taka svona það besta úr gömlum uppskriftum og snúa því yfir á sykur og hveitilausan máta og heppnuðust þessar kökur bara nokkuð vel. Þær verða aldrei alveg eins og þessar sem amma gerði en bragðgóðar engu að síður.
 Piparkökur:
100g fituskert möndlumjöl Funksjonell
80g Fiberfin, Funksjonell
1 tsk kardemommur
3 tsk kanell
1 tsk engifer
1 tsk negull
1 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk múskat (má sleppa)
1/2 tsk pipar (má sleppa)
3 msk rjómi
20 dropar Stevía Via Health
8 msk Sukrin gold
100 g smjör
2 eggjahvítur
 
Blandið þurrefnum saman í skál.
Í aðra skál setjið mjúkt smjör, og sætuefni og þeytið, blandið eggjahvítu og rjóma saman við og blandið vel. Þurrefnin bætast nú út í og hnoðið í kúlu. Geymið í ískáp í allavega 1 klst jafnvel yfir nótt. Fletjið út, skerið út karla og kerlingar úr deginu og bakið við 170 gráður í u.þ.b. 10 mín.

Glassúr:
1 eggjahvíta
1 tsk sítrónusafi
150 gr Sukrin Melis Funksjonell
6 dropar Piparmyntustevía Via Health
Þeytið allt saman og setjið í sprautupoka, skreytið að vild.
 


3 comments:

 1. Má nota heilhveiti husk í staðin fyrir fiberfin?

  ReplyDelete
 2. Kæra Krista.
  Hversvegna notar þú fituskert möndlumjöl og heldur þú að það gangi að nota kókos hveiti í stað fiberfin? Ég bý í UK og hef ekki rekist á neitt sem er eins og fiberfin...

  Takk fyrir frábært blogg,
  Sigrún

  ReplyDelete
 3. Það er bara fínmalaðra og kökurnar verða þéttari, það má alveg nota venjulegt en þá myndi ég auka magnið aðeins um 1/3 allavega. FIberfin dregur ekki í sig eins mikinn vökva og husk, ef þið notið husk í staðinn þá þarf að bæta við vökva af einhverju tagi. Ég mæli líka með að gera engiferkökurnar þær eru góðar á bragðið en samt með svona piparkökustemmingu

  ReplyDelete