Saturday, November 30, 2013

Engiferkökur Maríu

Jæja er búin að vera ansi öflug í að prófa nýjar uppskriftir og leika mér í eldhúsinu. Ég ætla að deila þeim hér með ykkur rétt sem snöggvast :) Hér ilmar t.d. allt af engifer og kanel en ég var að enda við að taka úr ofninum 5 tilraunina til að gera góðar engiferkökur, æ svona stökkar og góðar með smá svona grófu biti í. Minna pínu á svona hafrakökukex með góðu bragði...mmmmmm gott.  Ég mæli með að nota ferskan engifer og rífa niður, það er svo miklu miklu betra :)
Engiferkökur með kókos
 
120 g möndlumjöl
25 g gróft kókosmjöl (ekki kókoshveiti)
40 Sukrin Gold
30 g kókosolía Himnesk hollusta
1/8 tsk matarsódi
1 msk nýrifinn engifer eða 1 tsk engiferduft
1/4 tsk negull
1 tsk kanell
50 g rjómaostur
10 dropar Via Health stevía
1 tsk sítrónusafi
1/4 tsk gróft salt
 
Aðferð:
Þeytið olíuna og sukrin vel saman, bætið út í stevíu, rjómaosti og sítrónusafanum og þeytið áfram. Blandið þurrefnum út í og hrærið þar til deigið verður að þéttri kúlu.
Mótið litlar kúlur úr deiginu ( má geyma í kæli í klst til að það sé auðveldara en ef þið notið t.d. hanska þá er ekkert til fyrirstöðu að baka þessar strax) þrýstið létt ofan á kúlurnar og fletjið aðeins út.
Bakað í ofni í 15 -20 mín á 140°C neðarlega í ofni. Leyfið kökunum að kólna vel.
Svo eru hér "sparibollur" sem komu ótrúlega skemmtilega út og minna á vatnsdeigsbollur þessari litlu með rjómafyllingunni, hér notaði ég Jell-Ó duft út í rjómann en það má líka setja smá sultu í hann eða sætuefni og vanilludropa til að gera hann extra góðan.
 
"Sparibollur"
100 g rjómaostur
3 egg, aðskilin
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1 msk Sukrin Melis
1/2 tsk vanilludropar
Hvítur stífþeyttar sér með vínsteinslyftidufti og Sukrin Melis.
Rauðurnar þeyttar í annari skál með rjómaostinum. Blandið svo 1/3 af hvítunum út í rjómaostinn, þeytið varlega. Bætið svo afgangnum við af hvítunum og veltið þeim saman við með sleikju.
Setjið 1 msk af deigi í smurt muffinsmót (ég smurði með kókosolíu) Bakið svo bollurnar í 20 mín á 160°C. Losið bollurnar varlega úr forminu og leyfið þeim að standa á grind meðan þær kólna.
 
Fylling:
1 peli rjómi.
1/2 bréf sykurlaust Jell-ó duft (Kostur/ Hagkaup) t.d. jarðaberja
Þeytið 1 pela af rjóma, blandið duftinu út í og setjið í sprautupoka með oddmjóum stút.
Stingið stútnum í kældar bollurnar og fyllið vel.
Kælið. Nú má setja smá súkkulaðibráð yfir eða bræða dökkt súkkulaði og hella í mjóum taum yfir.
 
Súkkulaðibráð:
1 msk kókosolía
1 tsk kakó
2 tsk Sukrin Melis
6 dropar karamellustevía Via Health
 
Hitið í örbylgju eða í potti. Dreipið nokkrum dropum yfir bollurnar eða dýfið þeim ofan í bráðina.2 comments:

  1. Þessar eru bara æði!!!!! Nammm

    ReplyDelete
  2. Sæl, Takk kærlega fyrir allar þessar frábæru uppskriftir! Ég var að prófa að gera engiferkökurnar og allri fjölskyldunni líkar vel! En mér finnst vanta pínu smjörbragðið í þær, er einhver ástæða fyrir því að þú notaðir ekki smjör? Og ef ég ætlaði að setja smjör, myndi ég þá bara setja það í staðin fyrir kókosolíuna?

    ReplyDelete