Sunday, November 3, 2013

Hress-andi ís

Helgin mín fór að mestu leyti í að halda upp á afmæli spúsans, og taka þátt í Hressleikum sem er orðinn árlegur viðburður og ég missi ekki af enda með afburðum skemmtilegur dagur og frábært að fá að taka þátt í að styrkja þá sem minna mega sín með því að hrista aðeins á rassinn fyrir 2000 kall. Margt smátt gerir eitt stórt og í ár var lítil fjölskylda styrkt með peningagjöf og fjöldanum öllum af gjafabréfum frá fyrirtækjum á landinu. Hress líkamsræktarstöðin á þó mestan heiðurinn skilinn fyrir að standa í þessu og allt starfsfólkið sem gaf vinnu sína þennan dag. Við dóttirin og eiginmaður vorum í fjólubláa liðinu og að venju er farið alla leið, bleikur varalitur, og fjólublátt naglalakk.
Set samt inn uppskrift af mjög léttum og góðum ís sem við gerðum milli atriða.
 Lime ís eða hálfgert "Sorbet"

80 gr sukrin eða sukrin melis...
200 ml kókosrjómi lítil ferna frá ISOLA
150 g sýrður rjómi
2 msk börkur af lime
60 ml limesafi ( eru um 2-3 lime ávextir)
10 dropar sítrónustevia Via Health
Aðferð: Setjið sukrin, limebörkinn og safann saman í pott og hitið. Látið sykurinn leysast vel upp.
Þeytið kókosrjómann og sýrða rjómann vel saman þar til hann er léttur í sér, hellið þá limesafanum í bunu út í og þeytið áfram. Bragðbætið með sítrónustevíu.
Frystið svo blönduna í grunnum bakka og hræra öðru hverju í blöndunni.
Fyrir þá sem eiga ísvélar þá er þessi mjög góður ef hann er settur í slíka græju fyrst og frystur svo.
Skreytti með frostþurrkuðum jarðarberjum, keyptum í Danmörkunni:)

No comments:

Post a Comment