Tuesday, November 5, 2013

Jólalykt = rauðkál

Nú halda flestir einhverjar jólahefðir þegar kemur að mat og ég sjálf gat ekki hugsað mér jólin án þess að fá brúnaðar kartöflur, sykurhúðaðan hamborgarahrygg og allt sem honum tilheyrði. Þegar jólahefðirnar frá manninum mínum bættust svo við í á búskaparárunum þá var brúnað rauðkál aðalmálið og engin jól haldin án þess að brúna rauðkál upp úr hálfu kg af sykri. En nú hefur þetta aðeins breyst, við erum farin að velja kalkúna í aðalrétt og á tímabili eingöngu sætar kartöflur í meðlæti sem og waldorfssalat. Eitthvað munum við gera nýtt í ár trúi ég og þetta rauðkál gæti vel dottið inn á matseðlinn. Það er eflaust ekki alveg eins og amma ykkar gerði það en það bragðast vel og er passlega sætt, ja allavega að mínu mati.
 Rauðkál
2 msk smjör
1 meðalstór rauðkálshaus fínsaxaður um 800 g
1 1/2dl edik, ég notaði eplaedik
1 dl vatn
70 g Sukrin Gold
1/2 tsk hvítur pipar
dash af salti
4-6 heilir negulnaglar
10-15 dropar stevía Via Health, fer aðeins eftir smekk
2 msk sítrónusafi

Setjið smjör í pott( gott að nota pott með þykkum botni) steikið rauðkálið upp úr smjörinu á vægum hita. Bætið við vatni, ediki, Sukrin Gold og kryddum og látið krauma á meðalhita í tæpan klt.
Bragðbætið síðast með stevíunni og sítrónusafa, mér fannst gott að nota um 10 dropa en þetta fer aðeins eftir bragðskyni hvers og eins. Það má líka bæta við kanil og pínu sinnepsfræjum en sama sagan, smekksatriði ! Flott að gefa svona krukku í aðventugjöf t.d. :)
 

No comments:

Post a Comment