Wednesday, November 27, 2013

Krista gerir konfekt

Var að ljúka sölukvöldi hjá mér í litla fyrirtækinu okkar, Krista Design. Ég bauð upp á kræsingar úr bókinni minni, orkubita, jólamúffur og heitt kakó en ákvað að prófa mig áfram með smávegis af nýju konfekti. Kókoskúlur urðu til hér í hádeginu með marsipan bragði sem og chiafræ-rommkúlur sem slógu aldeilis í gegn. Ég verð að deila þessu með ykkur, mjög auðvelt og bara syndsamlega gott.  Mikið var gaman að gefa fólkinu að smakka og það voru allir svo hissa á því að þetta væri allt sykurlaust. Meira að segja börnin borðuðu kúrbíts/gulrótar múffur án þess að blikna og báðu um MEIRA :) Love it.

Kókos-marsipan kúlur
100 g möndlumjöl (Funksjonell þetta fínmalaða)
eða 160 g ljóst möndlumjöl Bobs Red Mill t.d.
50 g kókosflögur eða gróft kókosmjöl/ Himnesk hollusta
10 g kakó
50 g Sukrin Melis
1 dl eggjahvítur ( um 3 hvítur)
1 tsk rommdropar
2 msk kókosolía/ Himnesk hollusta
10 dropar vanillu stevía, Via Health
nokkur saltkorn
Setjið allt saman í matvinnsluvél og maukið vel saman.
Setjið maukið í plast og geymið í ískáp í 15 mín ca.
Mótið svo kúlur úr deiginu og veltið upp úr kókosmjöli.
Kælið vel.


Rommkúlur með chia fræjum, og hjúpað með appelsínusúkkulaði
60 g pekanhnetur
50 g Sukrin Melis
1/4 tsk Xanthan Gum, NOW (má sleppa)
1 tsk vanilla
1 msk rommdropar
2 msk chia fræ (ég notaði ljós)
20 dropar vanillustevía
2 msk eggjahvíta
40 g möndluflögur
1 msk kakó
Maukið allt vel saman þar til deigið er orðið að einni kúlu. Kælið í plastoka í 15 mín.
Rúllið þá út deiginu og skerið í litla bita, rúllið upp litlum kúlum og kælið eða frystið í 20 mín.
Hitið hjúpinn á meðan.
 
Hjúpur:
50g sykurlaust dökkt súkkulaði eða  85% Rapunzel
1 msk kókosolía Himnesk/hollusta
1/2-1 tsk appelsínudropar(KÖTLU)

Hitið súkkulaðið í nokkrum skrefum í örbylgjuofni eða notið konfektpott (súkkulaðipott ef þið eigið)
Takið kældar kúlurnar og dýfið ofan í súkkulaðið ( gott að nota 2 gaffla við þetta verk) leggið á smjörpappír og kælið aftur. Þessar er bæði hollar og góðar og minna alvega á þessar gömlu góðu rommkúlur sem amma bjó til.

 

Jólamúffurnar mínar í minimúffuformum, passlegur munnbiti og sætt að skreyta með pecan hnetum.

 

No comments:

Post a Comment