Tuesday, November 19, 2013

Mexíkópylsur í mexíkóteppi

Það er svo gott ótrúlega notalegt að fá heimboð í mat öðru hverju og þurfa ekki að hugsa um uppvask og undirbúning. Ég get þó sjaldnast látið vera að koma með eitthvað smotterí til að setja á borðið og í þetta sinn þegar okkur var boðið í mat hjá bróður mínum og mágkonu, ákvað ég að mæta með "pylsur í teppi" í forrétt enda hamborgaraveisla á matseðlinum og þessi réttur smellpassaði með borgurunum. Deigið er frekar klístrað en örvæntið ekki, þetta hefst alveg með smá þolinmæði og einnota gúmmíhönskum ;)
"Mexíkópylsur í mexíkóteppi"
70 g sesammjöl eða möluð sesamfræ
60 g möndlumjöl
6 msk HUSK
2 tsk Sukrin
1/2 tsk salt
2 msk chipotle krydd
2 tsk lyftiduft
4 egg
1 dl grísk jógúrt eða sýrður rjómi
3 msk ólífuolía
Mexíkanskar grillpylsur, Kjarnafæði (má nota aðrar pylsur)

Hrærið allt deigið saman, ef þið notið heil sesamfræ þá þarf að mala þau í matvinnsluvél og bæta svo innihaldinu saman við. Leyfið deiginu að standa í 10-15 mín. Notið svo hanska eða 2 msk til að búa til litlar bollur um 16-18 stk, setjið á bökunarpappír. Leggið svo pylsurnar ofan á hverja bollu og klípið deigið saman yfir pulsuna. Þetta er pínu dúllerí, enda frekar klístrað deig en þetta hefst með þolinmæðinni.
Bakið svo pylsurnar í teppinu í 20-25 mín á 200°C í miðjum ofni.
Gott að bera fram með sterkri tómatsósu, majonesi eða chilisósu. 
 
 
 

No comments:

Post a Comment