Friday, November 29, 2013

Pæjutrikk á aðventunni


Nú er aðventan að ganga í garð og stressið að fara með marga. Við megum samt ekki alveg fara útbyrðis og gleyma okkur í smáatriðinum.  Ég hef t.d. aldrei skilið að það þurfi endilega að þrífa upp á eldhússkápunum, sérstaklega í þessu myrkri, það sér enginn neitt. Ég skelli orðið bara greni og seríum yfir rykið og kveiki á ilmkerti, jólin koma samt. Fyrir þá sem geta hreinlega ekki haldið jólin án þess að þurrka af þá er gott ráð er að setja morgunblöð upp á skápana einu sinni á ári og skipta svo út áður en þið skreytið með greninu ;)

Ég vil deila með ykkur nokkrum "trikkum" sem ég nota til að halda útlitinu sæmilegu þrátt fyrir miklar annir og að eyða nokkrum mínútum í sjálfa sig gefur manni endalaust mikið til baka.
1. Ef ég vakna mjög þreytt og bauguð þá tek ég 2 klaka úr frystinum og strýk þeim eftir andlitinu í rólegum hringlaga hreyfinum (vera yfir vaskinum) þar til klakinn hefur bráðnað. Þetta hressir allverulega og kælir þreytta húð.

2. Hreinsum vel andlitsmálinguna af okkur á kvöldin, ég nota kókosolíu sem er frábær og góð fyrir viðkvæma húð, þrífur allan maskara og augnskugga vel af og svo nuddar maður bara umframolíunni vel á húðina. Eyðir þurrkublettunum hratt og örugglega.

3. Að vera með nagaðar, brotnar eða illa lakkaðar neglur er ekki smart þegar þú ert að hnoða smákökurnar. Ég mæli með að eyða nokkrum krónum í að láta lakka neglurnar með gellakki. Fallega rauðar neglur eru bara jólalegar og helst lakkið vel á í 2-3 vikur. Snilld. Stelpurnar hjá EXÓ í Firðinum taka t.d. vel á móti þér og tekur ekki langan tíma að láta skella á sig flottum lit, gott að skreppa bara í hádegishléinu.
4. Að hressa upp á húðlitinn í skammdeginu getur gert mikið og ég hef það fyrir reglu að gefa mér fimmtudaga í smá dekur, enda yfirleitt á hvolfi í vinnu fram yfir miðvikudagana sem ég er með opið í galleríinu mínu. Eftir heitan og góðan jógatíma þá byrja ég á að skrúbba húðina vel í sturtunni og ber svo létt lag af brúnkukremi á líkamann. Það er bara hraustlegt og fallegt, ekki missa sig samt í magninu.
5. Rótin farin að sjást og ekki búið að panta tíma í litun fyrr en eftir 2 vikur ? Hvað á að gera ? Eitt ágætis ráð fyrir dökkhærðar allavega er að dúmpa örlítið með augnskugga ofan í hársvörðinn :) Spreyja svo bara hárspreyjinu yfir :) Sér það enginn að þú sért með 1 cm rót ;)

6. Að gefa sér tíma í að hreyfa sig eitthvað pínulítið, helst á hverjum degi. Hafa æfingarnar fjölbreyttar og velja skemmtilega tíma sem þú getur hreinlega ekki sleppt. Warm-fit tímarnir í Hress eru t.d. ómissandi hjá mér og þótt ég sé á kafi í vinnu þá gef ég mér þessar 50 mín til að ég haldi hreinlega geðheilsunni. Jóga, zumba, fjörugir stöðvatímar eru líka frábærir og orkan margfaldast eftir þessar gæðastundir.
7. Njótum aðventunnar með börnunum eins vel og hægt er. Kíkið saman á jólamarkað, tónleika, jólakvöld hjá kirkjunni, gerið saman laufabrauð, föndrið jólakortin eða bara röltið saman laugaveginn og fáið ykkur kakó. Við eigum t.d. eina jólahefð, en það er að fara í bæjarferð fyrir jólin og kaupa saman ilmkerti. Ekki merkilegt kannski en voðalega krúttlegt.
8. Ekki gleyma að næra sig. Í öllu stressinu á maður það til að gleyma að borða. Það er ekki gott.
Mæli með að byrja daginn á rjúkandi kaffibolla með 1 msk af MCT olíu. Kemur kerfinu í gang :)

9. Dekur með makanum. Það er yndislegt að gefa sér 1-2 tíma eitt kvöld í viku með makanum (fyrir þá sem eiga) og dekra við hvort annað. T.d. setja á ykkur andlitsmaska, hlusta á slakandi tónlist og nudda axlirnar á hvort öðru. Það er þó bannað að horfa á sjónvarpið á meðan :) Ég þarf að gera meira af þessu, ágætis áminning.
10. Mæli svo með að í stað þess að eyða allt of miklum peningum í gjafir handa þeim sem allt eiga að bjóða þeim frekar í skemmtilega óvissuferð í janúar þegar ekkert er um að vera. Fara t.d. með mömmu og pabba á ostanámskeið, í leikhús, tónleika og/eða út að borða. Þá græða allir, þau fá gjöf sem þarf ekki að þurrka af og þið njótið samvistanna með ykkar nánustu því þið farið auðvitað með :)

2 comments:

  1. Takk fyrir þetta ,frábær tips og ég mun án efa nýta mér eitthvað af þessu ,ef ekki allt bara :)En mælir þú með einhverju sérstöku brúnkukremi?Og hvar fær maður góð ilmkerti?
    Kveðja Sigga Dóra

    ReplyDelete
  2. Mér finnt þetta krem á myndinn White to brown æði og svo Brazilian tan líka gott. Ilmkertin fást nú víða, ég er voða hrifin af Apple spice cinnamon og Machintosh ilmurinn

    ReplyDelete