Monday, December 30, 2013

Áramótasprengjur

Jæja nú er gleðin í hámarki, og á morgun verður frúin meira að segja 40 ára! Stefni á kakóboð í hádeginu og svo munu ættingjar flykkjast til okkar í mat um kvöldið. Gamlaársdagur hefur alltaf verið pínu sérstakur hjá mér en ég reyni þó alltaf að hafa smá afmæli þótt allir séu uppteknir í matarboðum og partýum hér og þar :)

Hér eru nokkrir af þeim réttum sem verða bornir á borð á morgun. Piparmyntukossar og púðursykursterta sem er sannkölluð áramótasprengja
Piparmyntutoppar
150 g eggjahvítur (við stofuhita í brúsa)
25 g Sukrin
100 g Sukrin Melis
20 dropar piparmyntustevía eða venjuleg stevía
1-2 tsk piparmyntudropar(KÖTLU) fer eftir því hvaða stevía er notuð.
1/2 tsk edik, gefur gljáa
1/3 tsk Xanthan Gum
pínu salt
 
Aðferð:
Þeytið eggjahvítur stífar, bætið Sukrin út í og þeytið áfram, því næst Sukrin Melis og þeytið á fullum krafti. Blandið stevíu og bragðefni út í og náið marengsingum vel stífum.
Ég setti svo hvíturnar í sprautupoka og lét 2-3 dropa af rauðum matarlit renna ofan í pokann. Sprautið svo litlum doppum á bökunarpappír og bakið við 100 °C í um það bil klukkustund eða þar til topparnir losna af pappírnum. Gæti þurft lengri tíma.
 
Valmöguleiki:
Hitið svo pínu súkkulaði (dökkt og helst sykurlaust) blandið pínu piparmyntudropum saman við og dreifið í mjórri bunu yfir toppana.

 Púðursykursterta
160 g eggjahvíta(við stofuhita, ég nota úr brúsa)
100 g Sukrin Gold
1/3 tsk xanthan gum
1 tsk vanilludropar
1/3 tsk salt
Aðferð:
Stífþeytið eggjahvítur og blandið sukrin gold hægt út í, í nokkrum hlutum. Bætið salti saman við og xanthan gum og þeytið áfram. Vanilludropar fara síðast út í .
Skiptið deiginu niður á 2 plötur klæddar með smjörpappír. Bakið á 150 °C í ca 10 mín, lækkið svo hitann í 90°C og bakið áfram í klukutíma eða lengur.
Þeytið 1 pela af rjóma og setjið á milli botnanna.
Ég bræddi svo 1 stk af sykurlausu súkkulaði með hazelnutbragði og annað með praline, fékkst frá Cavalier merkinu sem er í sykurlausu súkkulaðihillunni. Allavega gott að fá einhversskonar núggatbragð af súkkulaðinu. Þynnið með smá rjóma, smjöri og einni eggjarauðu, heitu vatni ef þörf
Þetta verður fallegur hjúpur sem ég helli yfir efri partinn á tertunni. Þessi er best eftir sólarhring í kæli eða meira.
 
 Kanelmöndlur
Hitið ofn í 200°C
Innihald:
 
300 g möndlur
1/2 dl eggjahvítur
80 g sukrin
10 dropar vanillustevia, Via health
1 msk kanell.
 
Aðferð:
Pískið saman eggjahvítu og stevíu.
Veltið möndlunum upp úr blöndunni á stórri skál.
Blandið sukrin og kanel saman í annarri skál og dreifið svo yfir möndlurnar.
Hristið þær til í skálinni þar til þær eru vel húðaðar.
Dreifið á bökunarplötu með smjörpappír og bakið í ofni í 10 mín.
Jólalyktin er æðisleg af þessu og þær eru passlega sætar og góðar.

No comments:

Post a Comment