Monday, December 16, 2013

Hnetusmjörsdúllur og brúnað hnúðkál ...

Enn er verið að jólast í hverju horni og á netinu er önnur hver dama að baka hnetusmjörskökur. Ég varð að prófa líka, hef prófað nokkrar uppskriftir en langaði að nota macadamiuhneturnar mínar sem eru í uppáhaldi hjá mér og púslaði því saman einni nokkuð góðri. Auðveld og fljótleg og lyktin.. o boy !!!
 Hnetusmjörsdúllur
180 g hnetusmjör MONKI eða annað gott
200 ml rjómi
80 g Sukrin gold
30 g möndlumjöl
70 g muldar macadamiuhnetur t.d. NOW
1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk xanthan gum NOW
1 msk vanilludropar
 
Aðferð:
Hrærið öllu vel saman, setjið litlar doppur á smjörpappír og bakið í 10-12 mín á 180°C með blæstri.
Þetta gæti nú ekki verið einfaldara og þessar eru mjög fínar.
Leyfið þeim ekki að brenna og látið kólna vel á grind því þá harðna þær vel.

 
Svo er komið að því, hvað á að hafa sem meðlæti með steikinni úr því brúnaðar kartöflur eru úti ?
Þá er bara að brúna smá hnúðkál. Kom ótrúlega vel út og bragðaðist frábærlega.
 
1-2 hausar hnúðkál skorið í teninga
1 msk ísl smjör
2 msk sukrin gold
1 msk rjómi
dash af hvítum pipar
 
Aðferð:
Byrjið á að bræða sukrin og smjör saman, leyfið því að krauma en passið að ekki brenni á pönnunni.
Hellið rjóma yfir og piprið örlítið.
Hellið nú blöndunni yfir hnúðkálið ( gott að gera í stórri skál ) veltið því upp úr leginum og dreifið því svo á bökunarpappír. Bakið í 180 °C heitum ofni í 20 mín eða þar til það fer að brúnast og verða örlítið stökkt í köntunum. Mmmmmm gott
 
 
 

No comments:

Post a Comment