Sunday, December 22, 2013

Innpökkun 101

Jæja eru ekki allir að pakka inn á silljón skrilljón ? Þeir sem hafa enn lausar mínútur og vilja dekra aðeins við pakkana gætu haft gaman af þessu hér.
Fann svo sniðugt föndur á netinu um daginn og eftir smá fikt og tilraunir þá heppnaðist að gera svona jólatré sem er bæði sætt skraut en getur verið fallegt á pakkana líka ef maður hefur eeeextra langan tíma í sólarhringnum eins og ég, en ég bý í Hafnarfirði og þar er þetta öðruvísi.. þið þurfið bara að flytja hingað til að upplifa þetta fyrirbæri, margfalt lengri tími einhvernveginn. En allavega hér er föndrið. Ódýrt var það líka, útprentaðir merkimiðar, heimatilbúið kanilskraut og svo bara smá ást og umhyggja :)
Hér er linkurinn á síðuna sem kennir þér á einfaldan hátt að búa til svona tréskraut :) Æfingin skapar meistarann, líka kortér í jól.
 
 
Svo er auðvelt að útbúa skrautið, tekur ekki nema um klt sirka :)
 
Hér má finna fallega merkimiða.
 

No comments:

Post a Comment