Sunday, December 29, 2013

Jólapönnsur í brunch

Jæja nú er þessi helgi að verða búin og áramótin framundan. Margir farnir að hanna áramótaheitin og undirbúa sig andlega fyrir komandi ár. Eigum við ekki að njóta aðeins og fá okkur ekta ammerískar pönnsur svona á sunnudegi :) Það gerðum við allavega. Með kanilsmjöri sem er alveg yndislega gott. Hugmyndin var á síðunni hjá eldhússystrum og snaraði ég henni yfir á sykurlausan máta á einfaldan hátt. Mjög ljúffengt.
 Ammerískar pönnsur !
80 g möndlumjöl eða 30 g kókoshveiti
20 g fiberfin
2 egg
60 ml sódavatn
2 msk MCT olía eða kókosolía án bragðs
1 msk Sukrin Melis eða önnur sæta
1/2 tsk Xanthan Gum
1/4 tsk salt
 
Aðferð:
Þeytið eggin,salt og olíu vel saman,
(ég notaði matvinnsluvél í þetta til að gera þetta eins loftmikið og ég gat) er svo heppin að eiga Thermomix græjuna sem ég elska orðið eins og fjórða barnið, grín...
Bætið möndlumjölinu saman við og hrærið áfram, sódavatni og sætunni.
Hitið pönnu vel og bræðið smjörklípu á henni.
Steikið svo 3 litlar pönnsur í einu, þær bakast nokkuð fljótt.
 
Kanilsmjör
130 g mjúkt smjör
30 g Sukrin Gold
4-6 stevíudropar Via Health, t.d. kanildroparnir sem eru æðislegir í þetta
2 tsk kanill
Hræra vel saman (ég notaði aftur matvinnsluvélina mína) en gott að nota töfrasprota t.d.

 

No comments:

Post a Comment