Friday, December 6, 2013

Rjúfum fýlupúkakeðjuna

Nú verð ég að fá aðeins að blása. Ég veit ekki hvort það sé kuldinn, pólitíkin, jólastressið eða eitthvað annað sem hefur ollið því að fólk er extra þungt í skapi upp á síðkastið og lætur það bitna á fólki sem á það síst skilið. Ég skil ekki hvað það hefur upp á sig að pirrast og nöldra út í sárasaklaust afgreiðslufólk á kassa t.d. yfir verðlagi, bið í röðinni, eða öðru. Þetta eru kannski skólakrakkar sem eru að ná sér í nokkrar aukakrónur með skólanum. Það að vinna við þjónustu- eða verslunarstörf gefur öðrum ekki sjálfkrafa skotleyfi á viðkomandi. Sýnum örlítið jákvæðara viðhorf gagnvart náunganum því það skilar sér til baka, trúið mér. Nöldur og pirringur er frekar "ójóló" og skilar sér því miður áfram á næsta saklausa fórnarlamb eins og ég hef sjálf upplifað, ekki góð keðjuverkun þar á ferð. Ég sjálf er ekki alsaklaus því í vinnustressinu upp á síðkastið hef ég alveg látið það bitna á mínum nánustu ef ég er þreytt og uppgefin. Gleymum því samt ekki að við höfum öll mikið að gera, það eru veikindi á fleiri bæjum og vinnuálagið er mikið á ÖLLUM. Það kostar EKKERT að brosa og segja jafnvel gleðileg jól, þarft ekki einu sinni að setja það á "vísa rað" ! Rjúfum því fýlupúkakeðjuna, snúum ferlinu við og brosum bara í biðröðinni og hleypum jafnvel framfyrir okkur. Það er nú einu sinni hátíð ljóss og friðar framundan :)

2 comments: