Sunday, December 8, 2013

Vellyktandi skraut

Eftir saltleirsævintýrið þá ákvað ég að prófa líka að gera skraut úr kanel, en ég hafði séð útfærslu af samskonar skrauti á vefnum. Þetta var stórundarleg uppskrift, eplamauk og fullt af kanell en ég lét tilleiðast og prófaði. Heppnaðist stórvel og ég mæli með þessu fyrir alla fjölskylduna, líka sniðugt fyrir leikskólana og skólana því hráefnið er ekki svo dýrt og lyktin er yndisleg.

Kanilskraut með góðri lykt
180 g kanell
2 msk negull
300 eplamauk í krukku
 
Aðferð:
Stillir ofninn á 100°C ekki blástur samt, hrærir allt hráefnið vel í hrærivél og svo mótað skraut úr þessu eins og um piparkökur væri að ræða. Bakið í 1-1 1/2 klt í ofni og látið harðna jafnvel yfir nótt. Smá má þræða fallega jólaborða í þetta og hengja upp í húsinu eða á miðstöðvarofnana, jólalykt í margar vikur.
 No comments:

Post a Comment