Wednesday, January 8, 2014

Blómkálspizza

Það eru skiptar skoðanir á ágætum blómkálspizzubotna og sumum finnst þeir of blautir og "blómkálslegir" en öðrum ljómandi góðir. Ég vil helst geta haldið á pizzusneiðinni minni og prófaði eina útfærslu sem heppnaðist mjög vel hvað það varðar, hún varð þynnri og botninn stökkur og fínn. Trikkið er líka að hita vel ofninn áður og plötuna sem botninn bakast á. Þessi var ljómandi fín, nota meira af sósunni/pestóinu samt næst :)
 Blómkálspizza með kjúkling
350g blómkál niðurrifið
50 g kókoshveiti
2 msk möndlumjöl
1/4 tsk salt
1 tsk ítalskt krydd
1/2 tsk hvitlauksduft
2 msk fiberfin
2 egg
 
Aðferð:
Gott að hita bökunarplötu eða pizzastein í ofninum upp í 220°C
Hitið rifið blómkálið í 4 mín í öbba á hæsta styrk.
Kreistið eins mikinn vökva úr því og hægt er í gegnum sigtið eða hreinan klút.
Blandið innihaldinu í uppskriftinni saman við blómkálsmaukið og hrærið vel.
Dreifið úr deiginu á smjörpappír og mótið kantana á pizzunni.
Færið svo pappírinn yfir á heita bökunarplötuna og bakið í 10 mín. Takið þá botninn út
og setjið áleggið á bakið svo aftur í ofninum þar til osturinn er farinn að bráðna og gyllast.
 
Pestó:
75 g sólþurrkaðir tómatar
1 stór hvítlauksgeiri
2 msk avocado olía
salt og pipar
8-10 valhnetukjarnar
20 basilikulauf
5 msk vatn
maukið öllu saman
 
Álegg:
Valhnetur 6-8 stk muldar
Ruccola
Kjúklingur í bitum forsteiktur um 150 g
Pestósósan
Mozarellaostur
Fetaostur í bitum
Gráðostur(valfrjálst)
Spari: setjið 1/2-1 peru í sneiðum á pizzuna ;) geggjað !
 
Svo hentar þessi botn auðvitað með hvaða áleggi og sósum sem er, þessi útfærsla er bara ein af mörgum.


 

No comments:

Post a Comment