Thursday, January 23, 2014

Bóndadesert

Jæja þorrinn að bresta á og súrmatur og bóndadagsauglýsingar í hverju horni. Við hjónin erum nú hvorugt mikið fyrir súrmat en súrsætan eftirrétt væri alveg hægt að skoða. Minn maður er hrifinn af pannacotta og súrum ostatertum svo það var ráðist í að gera limeostadesert sem lítur alls ekki illa út. Hlakka til að taka þennan úr ískápnum á morgun og gæða mér á með spúsanum.
Lime ostakaka bóndans
Botn:
50 g pekanhnetur
1 msk smjör
1/4 tsk kanell
1 tsk Sukrin Gold
Fylling:
1 rjómaostur 400 g
safi úr 1 lime
börkur af 1 lime
1 tsk vanilludropar eða 1/2 tsk duft
1 dropi grænn matarlitur
20 g Sukrin Melis
15 dropar stevía Via Health
 
Malið saman hneturnar, sukrin, kanel og brætt smjör.
Setjið í botninn á ílátum sem þið berið fram í 4-6 glös
Hrærið rjómaostinn saman við safann úr lime, stevíu, vanillu og sukrin melis.
1 dropi af grænum matarlit gerir þetta mjög fallegt.
Setjið blönduna svo sprautupoka og sprautið í glösin.
Sprautið í lokin smá rjóma ofan á hvert glas.
21 netcarb í öllum skammtinum / 6 glös eru um 3,5 netcarb á mann

No comments:

Post a Comment