Tuesday, January 28, 2014

Brasilíubollur

Jæja stelpurnar mínar 5 í Suður Ameríku reisunni njóta nú sólarinnar í bænum Santa Tereza sem er skammt frá Rio de Janeiro-Brasilíu. Þær eru s.s á leið til RÍÓ á næstu dögum. Þær snæða morgunmatinn með öpum, búnar að ná góðum lit og búnar að læra á sjóbretti eða sem við þekkjum sem "surfing". Ljúfa líf dömur !!  Ég vildi nú útbúa eitthvað brasilíutengt í eldhúsinu þeim til heiðurs að venju, og þegar ég googlaði hefðbundinn mat í Brasilíu þá rakst ég á mjög girnilegar ostabollur sem kallast "Pao de Queijo"og eru þjóðarréttur þar ytra þegar kemur að meðlæti. Í þeim er Tapioca mjöl sem er örlítið of hátt í kolvetnum og skipti ég því út fyrir sesammjöl og kókoshveiti. Bragðið er guðdómlegt og uppskriftin mjög auðveld. Veit sossum ekki hvernig þessar upprunalegu smakkast en þessar voru mjög góðar.
 

 "Pao de Queijo"
Brasilískar ostabollur:
50 ml vatn
100 ml rjómi
50 ml olía ( ég notaði ljósa bragðlitla ólífuolíu)
1/4 tsk salt
20 g sesammjöl
40 g kókoshveiti
1/2 tsk Xanthan Gum
80 g rifinn ostur
40 g parmesanostur( niðurrifinn)
2 egg
 
Aðferð:
Hitið ofn í 170°C og hafið á blæstri.
Hitið vatn,rjóma og olíu saman í potti ásamt saltinu. Þegar blandan fer að krauma þá takið þið pottinn af hellunni. Sesammjölið, kókoshveitið og xanthan gum fer næst saman við og hrært rösklega, eða þar til deigið verður að kúlu. Kælið í 5 mín. Þeytið svo eggin saman við og að lokum fer osturinn út í. Leyfið deiginu að standa í 10 mín. Setjið svo litlar doppur á bökunarplötu eða notist við smurt múffuform t.d. silikon (fannst það nú koma betur út í forminu).
Bakið í 25-30 mín og njótið svo með góðum pottrétt, með morgunmat eða hverju sem er.
 
No comments:

Post a Comment