Saturday, January 18, 2014

Browniesbakstur

Ég er búin að prófa nokkrar týpur af brownies og þær jú koma auðvitað misjafnlega vel út. Það þarf að passa að kakóið sé ekki of yfirgnæfandi því það gerir kökuna ramma. Eins er áferðin pínu atriði, brownies eiga að vera karmellulegar undir tönn að mínu mati. Það heppnaðist þónokkuð vel að gera þessa og notaði ég rjómaost í hana til að ná því fram sem ég vildi og hún varð klístruð og góð með passlega miklu súkkulaðibragði. Svo er fljótlegt að setja gott sykurlaust súkkulaði beint ofan á kökuna þegar hún kemur úr ofninum ( lærði þetta trikk á Saladmaster kynningu ;) ) setja lok yfir í nokkrar sek og smyrja svo kreminu bara út í kantana, strá ef til vill kókosmjöli yfir og svo bara njóta.
 Brownie - klístruð og góð
 120 g möndlumjöl
 25 g vanilluprótín (1 skeið) NOW eða NECTAR en þau eru mjög létt í kolvetnum
 15 g kókoshveiti
 45 g kakó
 1 tsk skyndikaffi ( má sleppa )
 100 g smjör (mjúkt eða brætt)
 3 msk HUSK
 120 g rjómaostur
 140 ml kókos eða möndlumjólk
 1 egg
 1 tsk lyftiduft
 1/4 tsk salt
 1 tsk vanilludropar
 200 g Sukrin
 10 dropar Via Health stevía
Aðferð:
 Hrærið smjör og sukrin saman, blandið rjómaosti og kókos eða möndlumjólk út í og hrærið vel saman. Hellið þurrefnum öllum út í og bragðbætið með stevíu og vanilludropum. Deigið verður pínu þykkt en engar áhyggjur hún verður mjög góð í ofninum. Dreifið úr deiginu í skúffu sem er vel smurð og bakið 170°C í 20-30 mín með blæstri, ekki of lengi samt. Gott að þrýsta aðeins ofan á kökuna öðru hverju og tékka á henni.

Krem ef þið viljið má líka sleppa.
1 plata 100 g af Valor sykurlausu súkkulaði DARK t.d. má líka nota annað súkkulaði
 Læt plötuna ofan á heita kökuna, leyfi súkkulaðinu að bráðna, dreifi úr henni og strái grófu kókosmjöli yfir. 

No comments:

Post a Comment