Tuesday, January 21, 2014

Costa Rica prinsessan

Nú er komið að 2 hluta í s-ameríku tengda blogginu mínu en Mekkín mín og dömurnar 4 eru núna staddar í Costa Rica eftir ævintýralegt ferðalag í Antigua/Gvatemala og fleiri smábæjum þar í kring. Þær eru búnar að skoða rústir Mayanna í Tikal, halda á tarantúlu og fá magapest sem tilheyrir bara svona ferðum. Einnig eru þær búnar að heimsækja Flores í Guatemala og Lake Atitlan sem var víst geggjað.  Þær liggja vísast núna á sólarströnd og njóta lífsins, jafnvel með einn kokteil eftir töluvert langt rútuferðalag. Framundan er svo að renna sér á línu í gegnum frumskóginn í Monteverde, fossasig og skoðunarferð um kaffi og kakóekrur. 
Þegar ég las mig til um matarmenninguna í Costa Rica þá bjóst ég við að kaffi væri allsráðandi en komst að því að margir íbúar Costa Rica láta sér bara nægja að drekka Nescafe !!! þeir flytja líklega flest allt góða kaffið úr landi !! Þekktast á matseðlinum er síðan Gallo Pinto réttur sem samanstendur af hrísgrjónum, rauðum og svörtum baunum og er oft borinn fram sem morgunmatur og þá með hrærðum eggjum. Það er auðvitað kolvetnaríkur réttur sem er fullur af sterkju en með dálitlum tilfæringum þá væri nú hægt að snúa honum yfir á kolvetnaléttari hátt t.d. með blómkálsgrjónum.

Ég vil hinsvegar setja hér inn uppskrift af kaffidrykk svona stelpunum til heiðurs þar sem mér skilst að kaffið sé bara alls ekkert svo sérstakt þarna úti :)
Kókoskaffi fyrir 2
100 ml vatn
100 ml rjómi
40 g kókosflögur
1 tsk rommdropar
200 ml rótsterkt kaffi
þeyttur rjómi
ristaðar kókosflögur
möndluflögur
1 tsk sukrin gold
 
Aðferð:
Hitið vatn og rjóma í potti ásamt kókosflögum. Þegar blandan er við það að sjóða setjið hana í blender og mixið vel. Hellið blöndunni aftur í pott ásamt kaffi og hitið að suðu.
Bragðbætið með rommdropum og hellið kaffinu í 2 stóra bolla, ef kókosflögurnar hafa ekki blandast nóg við rjómann þá er ágætt að hella í gegnum sigti.
Setjið þeyttan rjóma á toppinn, 1 tsk af kókosflögum og möndlum og 1/2 tsk af sukrin gold yfir hvern skammt. Njótið.

Og hér má sjá nokkrar myndir úr ferðinni þeirra, skelfingarsvipurinn á dóttur minni er óborganlegur en hún heldur á "Pedro"tarantúlu sem leiðsögumaðurinn veiddi handa þeim.
 
 
Gallo Pinto, þjóðarrétturinn, svo eru víst ávextirnir allir geggjaðir !
 
Maya-hofin og stúlkurnar sætu
 Mekkín og Pedró
 
Monteverde
 
 
 
 


No comments:

Post a Comment