Monday, January 20, 2014

Hampfræ nýja uppáhalds

Já ok ég viðurkenni það að ég er pínu "sökker" fyrir spennandi fæðutegundum. Ekki verra ef það er holl fæða stútfull af gæðanæringu og olíum en ég rakst einmitt á slíka ofurfæðu í Fjarðarkaup á heilsudögum og stóðst ekki freistinguna. Um er að ræða hampfræ(Hempseeds) sem eru full af góðum olíum með omega-3 og omega-6 í góðum hlutföllum sem er eftirsóknarvert fyrir mig. Ég las mig vel til um fræin og síðan var að prófa að gera eitthvað gómsætt úr þeim því ég elska að borða eins og margir vita og ekki leist mér á að skella þessu bara í mig einu og sér. Hér eru nokkrar uppskriftir þar sem hampfræin góðu koma við sögu, mæli svo sannarlega með þeim sem og chia fræjum sem eiga sér alltaf sinn stað í matarhjarta mínu. Ótrúlegt hvað þau gáfu mikið og gott bragð t.d. í þessa ostaloku sem má útfæra á ýmsan hátt. Eina sem þarf er einhverskonar grill, brauðgrill, mínútugrill eða vöfflujárn.
Ostabrauð með hamp- og chiafræjum
1 msk hampræ NOW
1 msk chia seed meal NOW
1 egg
2 msk rifinn ostur (20 g)
hvítlauksduft á hnífsoddi
 
Val:
1 msk beikonkurl
1-2 niðurbrytjaðar skinkusneiðar
Krydd að eigin vali
svartar ólífur
það sem hugurinn girnist
 
Hrærið grunninum saman í skál, smyrjið blöndunni á brauðgrill, mínútugrill eða jafnvel vöfflujárnið og grillið í 2-3 mín, fer eftir hita grillsins.
Borðið með áleggi, eitt og sér með dálitlu salati og dressingu
 
"1/2 tsk sinnep, 1 msk sýrður rjómi, 2-3 dropar sítrónustevía Via Health, sletta af eplaediki" salt og pipar eftir smekk

 

Hrökkkex úr hempfræjum
60 g möndlumjöl
50 g chia seed meal NOW eða Golden Flax seed hörfræmjöl
30 g hempfræ NOW
10 g kókoshveiti
salt eftir smekk
30 g brætt smjör
1 dl eggjahvíta
 
Hrærið öllu vel saman fletjið út á milli 2 smjörpappírslaga og bakið í ofni við 150°C í um það bil 30 mín. Dreifið dálitlum osti yfir kexið þegar það kemur heitt úr ofninum, skerið í litla ferninga og njótið. Geymist vel í lokuðu íláti.
 
 Ofurorkustangir
40 g kókosolía
120 g hnetusmjör MONKI mætti nota möndlusmjör
1 msk Sukrin Gold
40 g sólblómafræ
1 dl chia, sesam og ef til vill hörfræ
2 msk Hampfræ (fæst frá NOW merkinu)
25 g kókosflögur
2 msk prótín vanillu, Now eða NECTAR
5 dropar stevía Via Health
50 g grófhakkaðar möndlur (notaðar í lokin) 
1/4 tsk kanell
 
Kókosolía og hnetusmjöri blandað saman í pott á lágum hita, brætt saman.
Blandið prótíni, sukrin gold, kanel og stevíu út í og hrærið.
Kurlið fræin og kókosflögurnar vel saman, td. í matvinnsluvél ef þið viljið ekki hafa þetta of gróft.
Blandið öllu saman í þykka kássu og hellið í lágan álbakka sem er með plastfilmu eða smjörpappír í botninn. Sáldrið grófu möndlunum yfir og þrýstið létt á. Frystið og svo má skera þetta í hæfilega bita, ég fékk 16 hæfilegar stangir úr þessari uppskrift. Við gróflegan reikning þá sýnist mér hver stöng vera um 2 g netcarb en flestu kolvetnin koma úr hnetusmjörinu. 
Chia fræbúðingur
 
2 msk chiafræ lögð í bleyti í 2 dl vatn
1 msk kókosrjómi( þykki parturinn)
1 msk möndlumjólk eða 1 skeið til viðbótar kókosmjólk
1/2 tsk kanell
1 tsk hampfræ
4 dropar stevía Via Health
1 msk ristaðar kókosflögur
Aðferð:
Fræjin eru hrærð upp í vatninu þar til þau leysast vel upp, best að geyma í kæli yfir nótt en dugar líka 30-60 mín ef tíminn er naumur. Blandið kókosrjóma og möndlumjólk saman við ásamt stevíu og kanel og toppið að lokum með kókosflögum og hampfræjum. Góður hnetukeimur og smá bit í þessum graut sem minnir á hafragraut. Á góðum degi mætti bæta nokkrum bláberjum eða hindberjum út á grautinn.
 
 
 
 

No comments:

Post a Comment