Monday, January 13, 2014

Hnetusmjörsbúðingur

Einfalt er oft betra eða "less is more". Þessi kunna setning á vel við hér í þessari uppskrift en hún er svo einföld að hún er nánast engin. Það getur verið pínu maus að trappa sig niður eftir hátíðarnar og kemur stundum upp löngun í pínu desert eftir holla og góða máltíð. Sumir fara bara í göngutúr, fá sér heitan tebolla en ef þú átt inni af kolvetnaskammtinum þínum þá gæti þessi búðingur komið þér yfir hjallann. En athugið einn skammtur er alveg temmilegur, borða bara hægt og með pínuponsu skeið, þá dugar hann vel.

Hnetusmjörsbúðingur
1 msk hnetusmjör t.d. MONKI (20g)
1/2 - 1 tsk Sukrin gold (2-5 g)
2 msk rjómi (30 g)
2-3 dropar Via Health karamelludropar
(Hér má líka sleppa Sukrin og nota bara Via Health stevíuna) 
 
Aðferð:
Píska saman með skeið eða gaffli þar til hann verður léttur og góður.
Má líka setja í mixer en passa að þeyta ekki of mikið.
Mér reiknast til að þessi skammtur sé um 3.5 g af kolv eða netcarb. 


No comments:

Post a Comment