Thursday, January 2, 2014

Límonaði nýja ársins

Gleðilegt nýtt ár allir mínir bloggfélagar. Megi 2014 verða enn skemmtilegra en 2013 og þá sérstaklega á lágkolvetna sviðinu. Það er svo endalaust margt skemmtilegt hægt að kokka á þessu mataræði og við erum rétt að byrja er það ekki ? Nú vilja eflaust einhverjir slaka aðeins á skömmtunum og jafnvel hreinsa aðeins út úr kerfinu. Hér er því mjög hressandi límonaðiuppskrift sem má alveg sötra á en engiferið í henni gerir okkur svo gott. Tala nú ekki um svona þegar veikindapestir gætu farið að herja á landann.
Engifer og lime límonaði
3-4 sítrónur
2 cm engifer eða um 30 g (má vera meira)
1-2 lime
160 g Sukrin eða Sukrin melis
20 dropar stevía original
klaki
2 l vatn
 
Aðferð:
 
Malið Sukrin og engifer saman í matvinnsluvél eða kröftugum blender. Ég notaði Thermomix blandarann. Bætið 2 bollum af klaka saman við og maukið vel saman. Hellið því næst 500 ml - 1000 ml af vatni út í könnuna (fer eftir stærð á blandara)
Skerið sítrónur og lime niður í báta, kroppið stærstu steinana úr og bætið þessu út í vatnið. Stillið á hæga stillingu og maukið sítrónurnar niður eða merjið úr þeim safann.
Í Thermomix er best að setja á stillingu sem snýr hnífunum í öfuga átt. Bragðbætið með stevíudropum. Hellið því næst vökvanum og sítrónunum í gegnum sigti.
Gott er að bæta sódavatni út í blönduna, klökum og limesneiðum. Jafnvel nokkrum myntulaufum.
Valfrjálst er hvort gosvatn ( Sodastream td.) sé notað til að þynna út drykkinn.
Verði ykkur að góðu.


No comments:

Post a Comment