Friday, January 31, 2014

Pasta pasta

Nú rakst ég nýlega á hrikalega girnilega pastauppskrift á síðunni hennar Lólýar www.loly.is sem er algjör matarlistakona, myndirnar svo fallegar og allt alveg kjánalega girnilegt hjá henni. Uppskriftin innihélt tagliatelle pasta og sósan var gerð úr avocado. Ég hef séð uppskriftir sem styðja Paleomataræðið með avocado og kúrbítspasta svo ég ákvað að velja það besta úr hverri uppskrift og aðlaga að LKL. Notaði aðeins af beikoni aukalega sem og parmesanost en Paleomataræðið er mjólkur- og ostalaust, því miður fyrir þá því ostur er svo GÓÐUR !! Tagliatelle gengur hinsvegar ekki á LKL svo kúrbítspasta eða pastalengjur úr flatbrauðsuppskriftinni hér getur komið í staðinn. Ég notaði kúrbít í þetta sinn og vá hvað þetta var ferskt og gott.

Kúrbítspasta með avocadosósu
2 litlir kúrbítar eða 1 stór,
 rifinn niður með julienne skrælara eða yddara sem gerir núðlur úr kúrbítnum.
1 avocado þroskað eða 2 lítil (þessi í grænu netunum)
1/2 hvítlaukur (heill án geira) eða 2-3 geirar venjulegur hvítlauk
handfylli fersk basilika eða steinselja, mér finnst basilikan betri þegar hún fæst.
safi úr 1 lime
salt og pipar
2-3 msk ólífuolía
3-4 lengjur beikon
3 kjúklingabringur
parmesanostur
 
Aðferð:
Rífið kúrbít niður og setjið í skál, stráið grófu salti yfir og látið hann útvatnast í sigti yfir skál í 20 mín. Búið til sósuna á meðan, avocado, olía, lime,hvítlaukur og krydd sett í blandara eða matvinnsluvél og öllu blandað vel saman.
 
Steikið kjúklinginn í bitum, kryddið og takið til hliðar.
Steikið næst beikonið í bitum á pönnu og veiðið beikonið upp úr þegar það er fallega brúnað. Setjið þá kúrbítspastað beint á pönnuna og léttsteikið það.
Blandið því næst sósunni saman við og hrærið varlega. Kjúklingabitarnir geta farið út í pastað núna eða haft sér. Myljið beikonið út í réttinn og berið fram.
Ahhh og ekki gleymi parmesanostinum, meira er betra :)
 

 

No comments:

Post a Comment