Friday, January 17, 2014

Skyndibitastemming

Sumir sakna þess kannski að geta ekki gengið inn á næsta skyndibitastað og valið sér eitthvað "save" af matseðlinum, t.d. pítubrauð sem er í "lagi" án hveitis og sykurs eða brauð með hamborgaranum og borðað bara réttinn án þess að pikka út úr honum og skilja hálfa máltíðina eftir á disknum. Ég var í einhverju skyndibitastuði hér í vikunni og ákvað að útbúa mér pítu. Notaði álbréf til að bera hana fram í og ekta skyndibitaservíettur og svei mér þá ef þetta bragðaðist ekki betur !! Segji nú bara svona, en allavega var þetta mjög bragðgott. Pínu skrítin áferð á brauðinu en þegar pítan var komin í, sósa og grænmeti þá var þetta afar ljúffeng samsetning.
Pítubrauð: 
15 g husk
15 g baunaprótín
120 g eggjahvítur
1 rúm tsk Herb de Provance krydd eða timian
 
Allt hrært saman, látið standa í smá tíma meðan panna hitnar.
Steikt upp úr dálítilli olíu eða smjöri þar til brauðið blæs út.
Passið að það brenni ekki, kælið og skerið svo í helminga og fyllið
með því sem á við. Ég notaði nautahakksbuff með ostsneið, smá salat og papriku. Hlöllasósan sem er í miklu uppáhaldi fékk svo að setja punktinn yfir i-ið.
Baunaprótín fæst frá ýmsum aðilum og mæli ég með þessum t.d.
 Þau eru kolvetnalétt án mjólkur, soja og GMO frí.
 
 

 

No comments:

Post a Comment