Wednesday, January 29, 2014

"Slippbars" pizzur

Eins og ég talaði um hér í bloggi fyrr í vikunni þá áttum við hjónin "brunchdate" á Slippbarnum um helgina og þar voru meðal annars svona dásamlega girnilegar pizzur á boðstólum. Flatkökurnar sem voru undir álegginu voru þó ekki hveitilausar svo ég sleppti þeim, en það sem mig langaði að smakka !!!! Ég prófaði í gærdag að gera einfalda útgáfu af svipaðri pizzu hér heima og notaði avocado, ruccola, parmesan og hráskinku sem álegg og smurði botninn með kotasælu og smá aioli. Það væri líka hægt að nota sveppasmurost t.d. eða pizzusmurost jafnvel á botninn. Þetta var hinn besti hádegisverður takk og hampfræin góðu komu sér vel í þessari uppskrift. Dreifðu svo hollri og góðri olíu yfir og pipraðu... nomm.
 Hampfræpizzubotn (1 botn)
 
1 msk hampfræ (NOW)
1 msk chia seed mjöl ( NOW)
1 egg
1 tsk herbs de provence, Pottagaldrar
salt
1/4 tsk hvítlauksduft eða laukduft
 
Aðferð:
Pískað saman og steikt á pönnu, viðloðunarfrí er best og þetta deig er fituríkt
vegna olíunnar í fræjunum svo það á ekki að festast við pönnuna. Álegg að eigin vali, aioli, kotasæla, parmesan ostur, ruccola, spínat, hráskinka, pipar og olíufuolía.


No comments:

Post a Comment