Tuesday, February 18, 2014

Argentína

Sökum tímaskorts varð ekki mikið um S-amerískar tilraunir í dag en ég náði þó að elda fyrir okkur einfalda Milanesa steik sem er mjög þekkt í Argentínu og með því bar ég fram heimagert Chimichurri. Mekkín komst í hálfgert himnaríki í Buenos Aires fyrir nokkru þegar hún rakst á glútenfrítt bakarí sem var víst algjör snilld. Hún gat safnað aðeins í sarpinn og fékk sér loksins pasta og pizzu í fyrsta sinn í ferðinni. Hún benti mér á að einn vinsælasti eftirrétturinn eða sætindi væru kökur kallaðar "alfajores" og þær eru einskonar smákökur með þykkri karamellu "dulce de leche" á milli. Ég reyni nú kannski við þær í vikunni en í kvöld verður steikin að duga. Hún var reyndar mjög góð og rann ljúft niður með rótsterkri chimichurri sósunni.
Milanesa steik:
4 litlar nautamínútusteikur (má líka nota kjúklingabringur)
1 egg
oregano
salt og pipar
2 msk möndlumjöl
2 msk chia seed meal
 
Hrærið "raspið" saman í grunnri skál.
Pískið eggið í annari skál og því næst eru steikurnar "barðar" niður með steikarpönnu eða buffhamri t.d. Ég settið þær í plastfilmu og lágmarkaði subbuskapinn því töluvert.
Veltið steikunum upp úr eggi og því næst raspinu. Steikið svo upp úr smjöri á heitri pönnu í 2 mín á hvorri hlið.

Gleðin skín úr andlitinu og rjóminn örugglega góður þarna úti á kinn :)
 
Chimichurri:
1 handfylli steinselja
1 msk oregano
1-2 hvítlauksgeirar
1/2 gulur laukur
1 dl ólífuolía
1 msk lime safi
1 msk rauðvínsedik
1/2 -1 tsk rauðar chilliflögur
 
Setjið allt í litla matvinnsluvél og maukið saman.
 Alfajores, sem verða tæklaðar síðar

No comments:

Post a Comment