Thursday, February 6, 2014

Blómkálspopp á heilsudegi

Jæja nú verða fimmtudagar formlega heilsudagar hjá mér. Það er svo skemmtilegt sjónvarpsefnið á öllum rásum að maður þarf að hafa sig allan við og vera með tímaflakkið á hreinu, horfa á plúsinn hér og þar og skipta á milli rása til að ná þessu öllu. Ég er s.s. að tala um Heilsugengið á Stöð 2,  krúttin þá Svavar og Svala og síðan Biggest looser Íslandi á Skjá einum. Ekki fer maður að liggja í sófanum og maula á sælgæti og óhollustu með svona sjónvarpsefni í boði og eftir hressilegan dag í ræktinni þá er ekkert betra en að setjast niður og gæða sér á svona fínu blómkálspoppi :)

Blómkálspopp, hugmynd frá Sollu grænu með smá aukakryddi:
 
1 blómkálshaus
1 tsk cumin
1 tsk turmeric
1/2 tsk sjávarsalt
1 tsk næringarger (Rapunzel, fékk mitt í Fjarðarkaupum)
1 msk ólífuolía
 
Aðferð:
Klípið blómkálið niður í lítil blóm og setjið í skál (gott að nota skál sem hægt er að loka)
Hellið olíu yfir og kryddið, hristið svo duglega með lokinu á og berið fram. Tilbúið, einfalt og gott, þarf ekkert að elda, hita eða steikja :)
 
Fyrir þá sem eru hugsi yfir kolvetnamagninu í næringargerinu þá eru 36 af kolvetnum í 100 g
Ég mældi 1 tsk á vigt og það hreinlega mældist hún ekki í grömmum svo ég er nokkuð örugg með mig þar. Ef þið viljið hinsvegar sleppa því þá mætti t.d. strá pínu parmesanosti yfir til að fá smá ostabragð eða krydda með öðrum kryddum :)
 

3 comments:

 1. Sæl Krista
  Takk fyrir að skrifa þetta æðislega blogg, vá hvað ég á eftir að prófa margar uppskriftir frá þér. Ég var að byrja á LKL mataræðinu og er því að leita mér af uppskriftur og hugmyndum. Brasilíu bollurnar eru örugglega svaka góðar, en ég veit ekki hvað Xanthan Gum er? Getur þú sagt mér það. ;-)
  Bestu kveðjur úr Borgarnesi
  Edda Soffía

  ReplyDelete
 2. Hæ hæ það er svona þykkingarefni , náttúrulegt, kemur í staðinn fyrir glúten og heldur deigi betur saman, fæst frá NOW merkinu

  ReplyDelete