Tuesday, February 4, 2014

Brasilíukjúlli

Jæja síðasta þriðjudag póstaði ég uppskrift af brasilíubollum og er því ekki kjörið núna að deila með ykkur uppskrift af krydduðum og góðum kjúklingarétt sem á einstaklega vel við bollurnar. Það held ég nú. Af ævintýrastúlkunni minni er allt fínt að frétta fyrir utan einhvern kverkaskít sem er að pirra hana en það er líklega ekki gaman að vera með hitavellu í svona miklum hita. Leiðsögumaðurinn þeirra sagði þeim að það væru í raun bara tvær árstíðir í Brasilíu, "summer" og "hell" og nú væri HELL :) s.s. hlýtt og notalegt hjá dömunum, veit ekki alveg hvort ég eigi að vorkenna þeim héðan úr frosti og slabbi til skiptis. Þær eru núna staddar í Ríó, Brasilíu og búnar að ganga upp á "Sugarloaf Mountain" sem er álíka hátt og Helgarfell að mér skilst og virða fyrir sér útsýnið. Það var víst magnað að sjá sólina setjast og í beinu framhaldi kviknaði á ljósunum í borginni. Copacabana ströndin var ekki alslæm heldur og víða mátti sá fagurmótaða afturenda standa upp úr sandinum, þær voru mest hissa á að sumar skvísurnar yltu ekki aftur á bak með þessi ósköp, Kardashian hvað !!!
Brasilískur kjúklingaréttur:
 
1 poki lundir eða bringur
(t.d.ROSE  úr Fjarðarkaupum, lífrænn og frjáls)
1 tsk cumin
1 tsk cayenne pipar
1 tsk turmerik
1 tsk kóríander
salt og pipar
2 msk ólífuolía
1 laukur
1 msk ferskur engifer
2 jalapenos frælausir og niðurbrytjaðir, má nota niðursoðna
2 geirar hvítlaukur
3 tómatar, frælausir og niðurbrytjaðir
1 dós kókosmjólk
handfylli steinselja
 
Aðferð:
Blandið saman cumin, cayenne, turmerik salt, pipar og kóríander. Setjið kjúklinginn í skál og dreifið kryddinu yfir kjötið, nuddið því vel inn. Hitið 1 msk olíu í pönnu og steikið bitana 10-15 mín á hvorri hlið. Takið til hliðar. Hitið aðra msk af olíu á pönnunni og steikið lauk, engifer, jalapeno og hvítlauk í 5 mín. Setjið tómatana saman við og kókosmjólkina og látið malla í 10 mín ca. Hellið sósunni svo yfir kjúklinginn og berið fram með ferskri steinselju.Ó Jesú bróðir besti, þetta sungu þær kjánarnir á snapchatti handa foreldrunum
 
Hildur og Mekkín í stuði uppi á Sugarloaf Mountain
 

No comments:

Post a Comment