Saturday, February 8, 2014

Chia brauð

Þetta brauð kom á óvart og minnir dálítið á rúgbrauð eða svona lyftiduftsbrauð sem amma er vön að gera. Ég kalla það stundum jólabrauðið hennar ömmu Erlu því hún bakar það oft í kringum jólin og er sérlega gott með heitu kakói og rjóma. Allavega þetta minnti aðeins á áferðina og sæta bragðið sem kemur til vegna kókoshveitisins. Það er þó nokkuð létt í kolvetnum eða um 9 netcarb í öllum brauðhleifnum skv mínum útreikningum. Mæli með að þið prófið.
Chia brauð

80 ml kókosolía, bráðin
3 egg
1 dl eggjahvíta
1 tsk eplaedik
2 msk chia seed mjöl
50 g kókoshveiti
20 g möndlumjöl
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt

Aðferð:
Hitið ofninn í 170°C með blæstri
Blandið þurru í eina skál og blautefnum í aðra, pískið létt saman.
Blandið svo saman efnunum og hrærið létt, látið standa í 5-10 mín.
Hellið blöndunni í form (ekki of stórt samt) mætti gera uppskrift tvöfalda ef hún á að fylla í stórt brauðform.
Bakið í 40 mín.
Það mætti t.d. strá graskersfræjum eða sesam áður en þetta er sett í ofninn.
Látið brauðið kólna vel áður en það er skorið. 

No comments:

Post a Comment