Wednesday, February 12, 2014

Krydd í sambandið !

Ég stóðst það ekki að prófa að útbúa svona kryddað súkkulaði í gær. Það er bara eitthvað svo svöl tilhugsunin um að blanda saman einhverju sætu og svo sterku chilli og minnir mig á myndina Kryddlegin hjörtu sem eflaust einhverjir muna eftir eða "Como Agua Para Chocolate". Smá fortíðarbliss hérna, þetta var ein besta ástarsaga sem ég man eftir úffff. En anýhú, þetta var æðislega gott og "ER" því það er ekki alveg búið. Stefni á að kippa með nokkrum molum í leikhúsið í kvöld og jafnvel bjóða með mér :) Eigið gott kvöld framundan og njótið þess að kúra með hvort öðru, jafnvel með nokkra svona mola á milli ykkar...
 

"Hot" súkkulaðikonfekt án sykurs
120 g kakósmjör
1/2 tsk cayennepipar
1 tsk skyndikaffiduft
1 tsk kanell
60 g dökkt kakó
30 g kókosolía/ kaldpressuð
40 g Sukrin Melis
20 dropar Via Health stevía, vanillu
 
Aðferð:
Myljið eða rífið kakósmjörið niður og hitið í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði. Blandið kókosolíu og öðru innihaldi saman við og hrærið.
Best er að setja kakóið síðast og alls ekki láta það hitna of mikið. Hellið blöndunni í silikonform eða lítil muffinsmót og frystið í 30-60 mín.

No comments:

Post a Comment