Wednesday, February 12, 2014

Ó minn Valentín !

Við erum nú alveg met þegar kemur að því að ættleiða hinar ýsmu hefðir frá útlöndunum.
Valentínusardagurinn er þar ekki undanskilinn en þar sem tilefnið er nú fallegt og okkur veitir ekkert af því að minna hvort annað á ástina þá ætla ég að spila með.Ég bakaði "red velvet" kökur í tilefni dagsins og kalla þær bara Valentínusarkökurnar. Þær eru einstaklega léttar í sér og mjúkar og bara merkilega lágar í kolvetnum eða um 0.9 netcarb pr stk skv mínum útreikningum og hráefni.
 
Valentínusarkökur:
3 egg
60 ml kókosolía
125 ml möndlumjólk eða kókosmjólk
1/2 tsk vanilludropar
60 Sukrin
30 g kókoshveiti (FUNKSJONELL eða DR Georg, ekki H- BERG)
1/2 tsk lyftiduft
1 msk kakó
1 msk rauður matarlitur
1/4 tsk salt
1/3 tsk Xanthan Gum, má sleppa en gerir mikið að mínu mati
10 dropar Via Health stevía bragðlaus
Krem:
100 g rjómaostur við stofuhita
60 g smjör, mjúkt
30 g Sukrin Melis
1 tsk vanilludropar
6 dropar sítrónu/vanillu/eða bragðlaus Via Health stevía
Gera um 12 stórar bollakökur, eða um 0.9 netcarb í hverri köku skv mínum útreikningum.
 Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C og notið blástur. Þeytið eggin fyrst vel, bætið svo við sukrin, mjólk ,matarlit og vanillu ásamt kókosolíunni.
Þeytið kröftuglega. Blandið þurrefnum saman og bætið við eggjablönduna.
Látið deigið standa í 5 mín og deilið því svo í smurð muffinsform eða silikonmót.
Bakið í 20 mín eða þar til yfirborðið er farið að springa örlítið á kökunum.
Þeytið kremið vel saman í litlum blandara eða notið þeytara.


No comments:

Post a Comment