Wednesday, February 26, 2014

Öbbapizzan

Fljótlegt er oft lykilorð í þjóðfélaginu okkar og þegar matarhlé er ekki 2 tímar eins og t.d. í skólum í Sviss ;) þá er gott að geta gripið í eitthvað fljótlegt en samt sem áður matarmikið og gott fyrir mallakútinn. Hér er pizza sem er afar einföld og hægt að gera á 15 mín.
Örbylgjupizza:
1 msk kókoshveiti, Funksjonell eða Dr Georg
1 msk HUSK
1/3 tsk lyftiduft
1/2 tsk ítalskt krydd, oregano
smá salt
2 1/2 msk vatn
1 egg
 
Aðferð:
Hrærið öllu vel saman í skál og dreifið svo deiginu á smjörpappír. Setjið í örbylgjuofn í 2 mín, gæti þurft 2.30 mín, fer eftir styrkleika ofns. Takið svo botninn úr ofninum, setjið 1 msk pizzusósu t.d. Hunts, álegg að eigin vali t.d. salami, chorizo eða skinku, rifinn ost og oreganokrydd.
Setjið pizzuna í ca.5 mín undir grillið í bökunarofninum eða notið grillstillingu í örbylgjuofni ef slíkt er til staðar. Gott að setja pínu hvítlauksolíu yfir í lokin.
Botninn kominn úr örbylgjunni
 
Hrásalat:
hvítkál 2 dl, niðurskorið
1 msk rauðlaukur, smátt skorinn
1 tsk mæjónes
1/2 tsk dijon sinnep
1-2 dropar sítrónustevía Via Health
1 tsk sítrónusafi
salt og pipar
 
Hrærið vel saman og berið fram með nýbakaðri pizzunni.

1 comment:

  1. Takk fyrir þessa og allar hinar frábæru uppskriftirnar!!! Ég fylgist með síðunni reglulega!

    ReplyDelete